Kærastan vill of mikið kynlíf í fríinu

Sumir vilja njóta góðs kynlífs í fríinu.
Sumir vilja njóta góðs kynlífs í fríinu. mbl.is/Thinkstockphotos

Ungur maður hefur áhyggjur af óraunhæfum væntingum kærustunnar í garð kynlífs þeirra í fríinu. Hann leitar ráða hjá sambandsráðgjafa.

„Ég og nýja kærastan mín erum á leið saman í frí og hún er alltaf að tala um það að við munum stunda kynlíf öllum stundum í fríinu, frá morgni til kvölds. Við búum ekki saman og venjulega stundum við kynlíf þrisvar sinnum í viku. Mér finnst það alveg nóg. Mér finnst þrýstingurinn um að gera það oftar smá yfirþyrmandi. En ég óttast að henni finnist fríið misheppnað ef við erum ekki alltaf að.“

Svar ráðgjafans:

„Leyfðu kærustunni þinni að hlakka til frísins. Oftast eru hugmyndir fólks um fríið mun háleitari en raunveruleikinn. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem horfa jákvæðum augum til framtíðar eru líklegri til þess að vera hamingjusamir í núinu. Það að setja sér markmið um sól, sumar og fullt af kynlífi er bara gaman.“

„Nú þegar sambandið er nýtt og þið búið ekki saman er fríið tækifæri til þess að sjá hversu vel þið eigið saman. Sjáið hvað gerist þegar þið eruð í nýjum kringumstæðum og hvað gerist þegar annar aðilinn vill kynlíf en hinn ekki. Ef það gerist þá er best að vera opinskár og hreinskilinn. Útskýrðu afhverju þú ert ekki í stuði svo henni finnst sér ekki vera hafnað.“

„Kannski er hún ekki að meina alvöru kynlíf allan tímann. Kannski vill hún bara finna til nándar og nóg er að liggja nakin upp í rúmi í faðmlögum.“

„Ef þú hefur áhyggjur af því að standa þig þá skaltu passa að drekka ekki of mikið í ferðalaginu því áfengi sljóvgar mann og gerir mann verri í rúminu. Svo skaltu ekki stressa þig of mikið á þessu því streita hefur líka slæm áhrif á frammistöðuna.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál