Svona finnur þú ástina á Þjóðhátíð

Smitten teymið.
Smitten teymið.

Stefnumótaforritið Smitten hefur nú einfaldað leitina að ástinni í Dalnum með sérstökum hátíðarfítus sem verður eingöngu aðgengilegur notendum sem eru í Vestmannaeyjum frá fimmtudegi til mánudags. Með fítusnum er hægt að skoða einhleypa eyjagesti og tryggja sér brekkusleik í tæka tíð. 

„Partur af spennunni við að fara á Þjóðhátíð er að lenda í ævintýrum, kynnast nýju fólki og hafa gaman. Smitten er fullkomið tól til þess að finna „match“ sem er svo hægt að kynnast betur í brekkunni,“ segir Unnur Ársælsdóttir, markaðsfulltrúi Smitten. 

Með því að haka við „JÁ TAKK“ birtast í forritinu …
Með því að haka við „JÁ TAKK“ birtast í forritinu notendur sem staddir eru á Þjóðhátíð.

„Þessi hugmynd kom upp að kvöldi til í heitum potti þegar teymið skellti sér í bústað nýverið. Í áratugi hafa íslendingar fundið ástina í dalnum á Þjóðhátíð og við sáum tækifæri til þess að gera leitina auðveldari og skemmtilegri með Smitten,“ segir Unnur. 

Stefnumótaforritið er hannað til þess að auðvelda notendum að eiga skemmtileg og áhugaverð samtöl með ísbrjótum og leikjum sem byggja á persónuleika fólk. Þannig verða samtölin persónulegri og tengingarnar þeim mun sterkari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál