Ég er mjög góður í rúminu

Ást er ákvörðun og grunnurinn að góðum samböndum er heiðarleiki …
Ást er ákvörðun og grunnurinn að góðum samböndum er heiðarleiki og opin samskipti að mati ráðgjafa. mbl.is/Unsplash

Karlmaður leitar ráða hjá sérfræðingi The Sun. Hann segist vita að hann sé mjög góður í rúminu og segist ekki skilja af hverju konan hans vilji ekki sofa hjá honum. 

Ég hef lesið margar kynlífsbækur eins og Kama Sutra. Ég hef bara sofið hjá þremur konum alla ævi en þær hafa allar sagt mér að þær hafi verið fullnægðar í kynlífinu okkar. Ég átti einu sinni kærustu sem hafði aldrei fengið það þannig ég gerði mér það markmið að kynnast líkama hennar. Ég lagði mikla vinnu í það og það tókst hjá okkur, við stunduðum gott kynlíf. Ég er búin að vera með núverandi konunni minni í sjö ár og við eigum saman fimm ára dóttur.

Hún hefur aldrei átt í vandræðum með fullnægingar og við stunduðum kynlíf að meðaltali fimm til sex sinnum í viku. Við vorum svo tengd en núna finnst mér eins og við séum ekki á sömu blaðsíðu. Ég er duglegur að sýna henni ást og knúsa hana og allt þetta rómantíska sem stelpur vilja en ég fæ samt aldrei kynlíf. Hún vill bara kynlíf þegar ég er þreyttur og nánast sofnaður og það gerist heldur ekki oft. Mér finnst hún oft stríða mér með því að kyssa mig og haga sér eins og hún vilji kynlíf en svo hættir hún bara. Við erum nýorðin 30 ára og mér finnst það bara of snemmt til að hætta að stunda kynlíf. Ég vil að við virkum saman, en ég get ekki verið í kynlífslausasambandi.

Sérfræðingurinn svarar

„Gott kynlíf snýst um málamiðlanir. Ef kærastan þín er að gefa í skyn að hún vilji kynlíf þegar hún veit að þú ert ekki í stuði þá er hún að gera það til að sleppa við það. Það er alls ekki sanngjörn hegðun. Þið eruð par ekki bara mamma og pabbi, útskýrðu fyrir henni hversu mikilvægt er fyrir þig og sýndu henni líka hversu mikið þú elskar hana. Það eru allir með mismunandi skoðanir á hversu oft sé eðlilegt að stunda kynlíf. Það snýst samt ekki um skiptin heldur um gæðin. Hugsaðu um hvað gæti hentað þér og talið svo saman um hvað þú vilt og hvað hún vill og finnið laus í sameiningu.“  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál