Eiginkonan vill ekki stunda kynlíf

Ljósmynd/unsplash/ericward

Fimmtugur karlmaður leitar ráða hjá sambands sérfræðingi The Sun. Honum finnst eins og að hann búi með nunnu eftir að konan hans fór á breytingaskeiðið. 

„Ég hef oft heyrt aðra karlmenn kvarta yfir því að kynlíf minnki og breytist eftir að börn komi í spilið, en það var aldrei vandamál hjá okkur. Ég og konan mín erum dugleg að búa til tíma fyrir okkur tvö. Börnin okkar eru núna fullorðin og eru flutt út. Konan mín er að ganga í gegnum breytingarskeiðið og það hefur tekið af kynhvöt hennar og fer illa í skapið á henni. Ég hef áhyggjur af henni og hef verið að reyna fá hana til að fara í hormónameðferðir. Hún segir að kynhvötin tengist ekki breytingarskeiðinu.“

Ráðgjafi svarar 

„Það er alveg þess virði að konan þín tali við lækni, sérstaklega ef kynhvöt hennar og andlega heilsan er orðin verri, þetta eru bæði einkenni breytingaskeiðsins. Konan þín segir að það sé ekki ástæðan, spurðu hana hvort það sé eitthvað annað sem sé að láta henni líða illa. Andleg líðan getur líka haft áhrif á kynhvöt. Hún gæti verið upplifa sorg yfir því að börnin séu farin að heiman sem dæmi. Hvort sem líðan hennar sé þessi vegna breytingaskeiðsins eða einhvers annars er mikilvægt að hún tali við lækni og fái aðstoð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál