Fær það allt of snemma

Ljósmynd/Pexels/Vitaliy Izonin

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur áhyggjur af því að hann endist ekki lengi í rúminu. Hann heldur að kærastan hans hafi aldrei fengið fullnægingu með honum og langar að gera betur. Hann leitar ráða hjá ráðgjafa The Sun

„Ég er hryllilegur í rúminu og endist bara í svona tvær mínútur áður en ég fæ sáðlát. Og það er jafn vel enn styttra þegar kærasta mín veitir mér munnmök fyrir. Hún reynir að halda andliti en ég sé að hún er að verða pirruð yfir aumkunarverðri frammistöðu minni.

Þegar hún veitir mér munnmök þarf ég oft að flýta mér svo ég nái að stunda kynlíf. Við höfum verið saman í tvö ár og ég er meira að segja farinn að forðast kynlíf vegna þess að þetta er bara allt of vandræðalegt.“

Ráðgjafinn svarar:

„Fyrst af öllu vil ég fullvissa þig um að þetta er mjög algengt vandamál. Venjulega er þetta sálrænt vandamál frekar en líkamlegt. Kynlíf byrjar í hausnum á þér, svo því meiri áhyggjur sem þú hefur af þessu, því meiri líkur eru á að þetta gerist. 

Það hljómar eins og þú gætir eytt meiri tíma í að einblína á kærustuna þína, veita henni munnmök og ganga úr skugga um að hún njóti ánægju og þannig tekur þú athyglina af þér. Annað sem þið gætuð prófað er að taka hlé frá kynlífi í smá stund og einbeita ykkur að því að gleðja hvert annað með snertingu, kossum og nuddi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál