Hélt framhjá eiginmanninum með æskuástinni

Æskuástin getur haft tök á okkur lengur en önnur ást
Æskuástin getur haft tök á okkur lengur en önnur ást Unsplash/Chen

Kona leitar ráða hjá ráðgjafa Sun, hún hefur verið að halda framhjá eiginmanni sínum með æskuástinni sinni. Æskuástin hefur nú slitið sambandinu og hún er í ástarsorg. 

Mér finnst ég svo heimsk og ég er með svo mikið samviskubit, ég veit ekki hvernig ég á að komast yfir þetta. Ég er 42 ára og hef verið gift manni sem er 61 árs í 13 ár. Þó ég elski hann enn þá er aldursbilið orðið þannig að mér finnst ég vera að hugsa um gamalmenni. Við getum varla stundað kynlíf af því hann er gamall og er að glíma við veikindi. Fyrir hálfu ári var ég úti með vinum þegar ég rakst á fyrrverandi kærastann minn sem er 43 ára, ég hafði ekki séð hann í 20 ár. Við vorum saman í fjögur ár og hættum saman þegar ég var 21 árs. Hann er sá sem ég hef aldrei getað komist yfir og sambandið okkar var frábært. Við töluðum mikið saman og hann fékk símanúmerið hjá mér.

Hann hringdi daginn eftir og ég fór að hitta hann. Við enduðum á því að sofa saman heima hjá honum og það varð strax að framhjáhaldi sem hélt áfram. Ég vissi að ég væri að gera eitthvað sem ég ætti ekki að vera gera en ég var orðin ástfangin af honum aftur. Fyrir tveimur vikum hætti hann með mér og sagðist vera búinn að kynnast nýrri konu. Hann sagði að það hefði verið gaman að vera að sofa saman aftur en að við ættum enga framtíð saman. Ég get ekki hætt að gráta og ég verð að fela þetta fyrir manninum mínum, það myndi eyðileggja hann ef hann kæmist að þessu. Eins sár og ég er þá myndi ég samt vilja vera með æskuástinni ef það væri möguleiki, hvað er að mér?“ 

Ráðgjafinn svarar

„Ástin, sérstaklega fyrsta ástin getur gert okkur öll að fíflum. Það er eitthvað með dýptina og ástríðuna sem er erfitt að finna aftur. Hinsvegar er best að skilja hana eftir í fortíðinni. Þú fannst fyrir freistingu þegar þú hittir þinn fyrrverandi af því þú varst ósátt í þínu hjónabandi. Þetta lét þig halda að framhjáhaldið væri meira en bara framhjáhald.

Þú getur lifað án hans rétt eins og þú hefur gert síðustu 20 ár. Ekki segja manninum þínum frá þessu, það særir hann bara og þér mun ekki líða neitt betur fyrir vikið. Það sem þú þarft hins vegar að gera er að ræða við manninn þinn um sambandið ykkar svo þið getið lagað það, svo þú finnir ekki freistinguna að leita annað aftur.“ 

mbl.is