Ætlar að giftast kynlífsfíkli

Kærasti þrýstir á kærustu sína til að endurupplifa með sér …
Kærasti þrýstir á kærustu sína til að endurupplifa með sér daga hennar sem kynlífsfíkill. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Ungur maður leitar ráða hjá sérfræðingi. Unnusta hans var kynlífsfíkill áður en þau kynntust. Honum fannst það ekki leiðinlegt heldur æsandi.

Við erum að fara að gifta okkur um áramótin og ég elska unnustu mína heitt. En fortíð hennar truflar mig. Hún sagði mér að hún hafði eitt sinn verið kynlífsfíkill. Ég komst ekkert í uppnám heldur fannst mér þetta mjög æsandi.

Vandamálið er hins vegar að þegar ég reyni eitthvað nýtt og æsandi í ástarlífinu þá harðneitar hún. Hún hefur sofið hjá fjöldan allann af körlum og konum, stundum á sama tíma og á ótrúlegustu stöðum. Við prófum ýmsar stellingar og mér finnst við hafa góð tengsl. Við fáum bæði fullnægingu. En ef ég sting upp á að gera eitthvað líkt og hún hefur upplifað þá vill hún ekki ræða það. Hún segir að hún skammist sín fyrir fortíðina og vill ekki nálgast þá hlið á sjálfri sér aftur. 

Það er pirrandi því ég veit hvað hún hefur verið ævintýragjörn og það er eitthvað sem mér finnst verulega æsandi. Ég óska þess alltaf að hafa haft meiri reynslu áður en ég varð ráðsettur.

Ég vonaðist til að við gætum kannski farið í þríleik áður en við giftum okkur. Þeirri ósk var hafnað. Ég spurði meira að segja um hvort hún vildi gera það í bílnum (því hún gerði það mikið) en svarið var nei.

Við hljótum að geta stundað ævintýralegt kynlíf án þess að hún upplifi einhverja skömm? Enda er það með mér, manni sem elskar hana og virðir. Er það rangt af mér að finnast fortíð hennar æsandi? Henni virðist finnast það. 

mbl.is