Heldur við bæði manninn og konuna

Þegar þrír verða að þremur mismunandi samböndum.
Þegar þrír verða að þremur mismunandi samböndum. Ljósmyndir/pexels/cottonbro

Maður leitar ráða hjá ráðgjafa Sun, hann er í ástarsambandi með hjónum, hvort í sínu lagi, en þetta byrjaði allt með reglulegum treköntum. 

Ég var reglulega í trekanti með vini mínum og konunni hans en núna hafa hlutirnir tekið smá U–beygju. Ég er núna í leynilegu framhjáhaldi með þeim báðum hvort í sínu lagi og þau vita ekki hvort af öðru. Þó svo að þetta sé flókið þá elska ég spennuna sem þetta býr til. Ég og vinur minn erum 40 ára og hún er 38. Við erum í sama vinahóp og förum oft út að drekka saman. Þegar þau eru komin í glas verða þau kynferðisleg í hegðun til hvors annars og eru ekkert að fela það. 

Hún bað mig nýlega um að koma og hjálpa henni að setja upp gardínur en vinur minn er alls ekki handlaginn. Þegar við vorum að færa til húsgögn inn í herberginu til að hefjast handa kom í ljós kassi fullur af kynlífstækjum á gólfinu. Hún fór að hlæja og sagði „úps þú áttir ekki að sjá þetta“. Við fórum að tala um kynlíf í framhaldi af því og hún spurði mig hvort ég hefði farið í trekant. Hún sagði að hún og maðurinn hennar væru búin að tala um það af því henni hafi alltaf fundist ég spennandi. „Við erum til ef þú ert til,“ sagði hún svo. Þegar ég var að keyra heim leið mér eins og ég væri í draumi.

Ég fór til þeirra vikuna eftir og eftir nokkra bjóra í garðinum fórum við öll saman upp í herbergi og við einbeittum okkur að því að sinna henni. Við skemmtum okkur virkilega vel og þetta varð eitthvað sem við gerðum á tveggja vikna fresti. 

Einn daginn sendi vinur minn mér skilaboð að ég væri að kveikja í honum og að honum langaði í mig. Þessi skilaboð komu mér á óvart en ég fann fyrir þessari hrifningu líka. Konan hans fór út úr bænum nokkrum dögum seinna og ég fór til hans, við gerðum kynferðislega greiða fyrir hvorn annan. Eftir að hún kom til baka vildi ég segja henni frá því, þegar ég kom heim til þeirra greip hún í mig og kyssti mig og við enduðum á því að sofa saman bara tvö. Núna er það orðið reglulegt hjá okkur. Ég vil ekki slíta þau í sundur en ég hef það á tilfinningunni að þetta endi ekki vel.“ 

Ráðgjafinn svarar:

„Það er alveg rétt hjá þér, þetta er komið út í rugl. Þið settuð ykkur reglur og mörk með trekantinum en þið hafið öll brotið þær. Það er ekki í lagi. Þið eruð öll að svíkja hvort annað og það á einhver eftir að særast. Mér finnst líklegt að þú lendir í mesta veseninu ef það kemst upp um þetta.

Segðu við vini þína að þú hafir haft gaman af trekantinum en þér finnist að þið þurfið að hætta því á meðan allir eru sáttir. Vonandi særist enginn og hjónabandið þeirra nær að lifa af. Ég mæli með því að þú farir og finnir þér einhvern sem er ekki í sambandi til að byggja upp þitt eigið ástríka samband.“ 

mbl.is