„Ég hef lifað í hræðilegri sorg síðan að sonur minn lést“

Lisa Marie Presley.
Lisa Marie Presley. Gregory Pace/BEI / Rex Features

Lisa Marie Presley þekkir sorgina betur en margir aðrir. Hún var ekki nema níu ára þegar faðir hennar, söngvarinn Elvis Aron Presley, féll frá 1977. Fyrir tveimur árum missti hún son sinn en hann tók sitt eigið líf aðeins 27 ára gamall. Í gær var alþjóðlegur dagur sorgarinnar og af því tilefni deildi hún sínum hjartans málum með lesendum People

„Ég hef lifað í hræðilegri sorg síðan að sonur minn lést fyrir tveimur árum. Mig langar til að deila nokkrum hugsunum með ykkur sem tengjast sorg. Það gæti hjálpað ykkur eða einhverjum sem er að glíma við sorg. Þetta er ekki þægilegt umræðuefni og það er alls ekki vinsælt að tala um það. Þetta gæti stuðað fólk og það er erfitt að horfast í augu við sorgina. Ef við ætlum að sigrast á henni eða vinna með henni á einhvern hátt þarf að ræða hana. Ég vona að skrifi mín geti opnað umræðu um efnið á einhvern hátt.

Í fyrsta lagi, dauðinn er hluti að lífinu hvort sem við viljum það eða ekki, sorgin er það líka. Það er svo mikið sem við eigum ólært um sorg en þetta er það sem ég hef lært hingað til. Sorgin hættir ekki og hún hverfur heldur ekki eftir einhvern tíma. Sorgin er eitthvað sem þú munt lifa með alla ævi, missir fer ekki og hann verður ekki betri með tímanum. Þú kemst ekki yfir hann og þú getur ekki haldið áfram og skilið missirinn eftir. 

Í öðru lagi, sorgin er virkilega einmannaleg. Þegar áfall hefur nýlega átt sér stað flykkjast allir til þín og veita þér hlýhug og stuðning en eftir smá tíma hverfur fólkið og heldur áfram með líf sitt. Þetta á við um fjölskyldumeðlimi líka. Ef þú ert virkilega heppin þá eru nokkrir sem halda áfram að vera í sambandi við þig lengur en í einn mánuð. Því miður er þetta raunin hjá flstum. Ef þú þekkir einhvern sem hefur misst einhvern náinn heyrðu þá í þeim, spurðu hvernig þeim líður, það skiptir ekki máli hvað það er langt síðan að þau misstu viðkomandi. Þeim mun þykja vænt um að þú sért að athuga með þau. 

Í þriðja lagi, ef dauðinn var óvæntur, ónáttúrulegur, hrikalegur eða viðkomandi lést langt fyrir aldur fram þá getur þú orðið fyrir því að vera útskúfaður á ákveðinn hátt. Fólk veit ekki hvernig það á að haga sér í kringum þig og þetta er enn verra ef þú ert foreldri sem misstir barn. Það skiptir ekki máli hvað barnið var gamalt eða undir hvaða kringumstæðum það lést. 

Ég kenni sjálfri mér um dauða sonar míns á hverjum degi og það er nógu erfitt að lifa með því. Það sem gerir þetta enn erfiðara er að það er fólk sem mun dæma þig. Það segir þér ekki að það sé að því heldur gerir það án þess að þú vitir af. Það dæmir þig að þú hafir gert eitthvað sem olli því að barnið þitt dó, ég hef sjálf gert það.

Finndu fólk sem hefur upplifað svipaðan missir og þú. Stuðningshópar eru til staðar fyrir fólk. Ég var alls ekki sátt að þurfa að leita í stuðningshóp til að finna einhvern sem skildi hvað ég var að upplifa og fannst hræðilegt að ég væri þvinguð í slíkan hóp. Með tímanum varð þetta fólk vinir mínir. Við skiljum hvort annað og getum sýnt hvort öðru stuðning og samhug. Við erum öll í sama hópi, hópnum af fólki sem hefur misst börnin sín. 

Ef ég er alveg hreinskilin þá skil ég alveg að fólk forðist mann eftir barnsmissi. Þetta er versta martröð hvers foreldris og þú ert að lifa hana. Ég man sjálf eftir því að þekkja einhvern sem missti barn og ég forðaðist þau eftir það. Þau eru að lifa því lífi sem þú óttast mest og þig langar ekki að vera nálægt því. Ekki segja við fólk að þú getir ekki ímyndað þér hvað þau eru að ganga í gegnum. Þú getur alveg ímyndað þér það þú bara villt það ekki

Hér er ég samt, að lifa því lífi. Ég hef upplifað mikla sorg og missir í mínu lífi allt frá því að ég var níu ára gömul. Þetta er samt eitthvað annað, að missa son sinn, fallega son sinn sem var alltaf ljúfur og góður. Hann var svo líkur afa sínum á svo marga vegu að það hræddi mig oft.

Líf mitt og dætra minna umturnaðist á einu augnabliki. Það mun aldrei aftur verða eins og við lifum við sorgina á hverjum degi. Sorgin að hafa misst barn og bróður. Ég verð samt að reyna að vera sterk og halda áfram með lífið fyrir dætur mínar þrjár.

Talið við fólkið í kringum ykkur, talið um þann látna. Við viljum tala um fólkið okkar. Þegar við tölum um fólkið sem er farið þá finnst okkur við vera nálægt því og það fær að lifa áfram í hjörtum okkar. Talið við fólkið sem hefur misst einhvern náinn hvort sem það sé barn, foreldri, maki, systkini, unnusti eða bara einhver.

Skrifað með allri minni ást og sorg, innilega LMP.“

Ef þú upp­lif­ir sjálfs­vígs­hugs­an­ir er hjálp­arsími Rauða kross­ins, 1717, op­inn all­an sól­ar­hring­inn. Einnig er net­spjall Rauða kross­ins, 1717.is, opið all­an sól­ar­hring­inn. Píeta-sam­tök­in veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218. Á net­spjalli á Heilsu­vera.is er einnig hægt að ráðfæra sig við hjúkr­un­ar­fræðing um næstu skref. Ef þú ert í bráðri hættu hringdu í 112

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál