Svaf hjá kærasta frænku sinnar og er í rusli

Þetta var ekki fallega gert hjá frænkunni.
Þetta var ekki fallega gert hjá frænkunni. Ljósmynd/pexels/Odonata Wellnesscenter

Kona nokkur fékk að flytja inn til frænku sinnar en endaði á að sofa hjá kærasta hennar. Hún leitar ráða hjá ráðgjafa Sun

Ég er 24 ára, hún er 32 og kærastinn hennar 35 ára. Ég er búin að búa með kærastanum mínum síðustu tvö ár. Hann hætti skyndilega með mér í mars og sagði mér að hann vildi ekkert með mig hafa. Ég þurfti að finna mér húsnæði og frænka mín bauð mér auka herbergi heima hjá sér. Hún býr með kærastanum sínum og þau hafa verið lengi saman. Hann er yndislegur maður og er búin að hjálpa mér mikið og hann hjálpaði mér að flytja inn til þeirra.

Í síðasta mánuði var frænka mín ekki heima yfir helgi og þá fór allt úr böndunum. Við vorum hvorug með plön og ákváðum að horfa á mynd saman. Við horfðum á rómantíska mynd og ég fór að gráta eins og ég geri alltaf yfir svona myndum. Honum fannst það mjög fyndið og dró mig til sín til að knúsa mig, eftir nokkrar mínútur róaðist ég en ég færði mig ekki. Ég veit ekki hvor kyssti hvern en það var það næsta sem gerðist. Við ýttum hvort öðru frá af því við vissum að þetta var rangt. Það var samt eins og það væri eitthvað dró okkur hvort að öðru og við enduðum á því að stunda kynlíf saman í sófanum. Það var dásamlegt.

Ég var bara búin að sofa hjá einum strák áður, þannig það var mjög gaman að sofa hjá einhverjum sem vissi nákvæmlega hvað hann var að gera. Hann lét mér líða ekkert smá vel. Þetta hefur ekki gerst aftur, við ákváðum að það mætti aldrei gerast og hann hefur haldið sinni fjarlægð síðan. Ég get ekki hætt að hugsa um hann og ég held að ég beri tilfinningar til hans. Á ég að segja honum hvernig mér líður og athuga hvort honum líði eins?

Ráðgjafinn svarar

„Ef hann hefur haldið fjarlægð og hefur ekki reynt neitt meira þá er líklegt að hann sjái eftir þessum mistökum. Þú verður líka að líta í eigið brjóst og komast að því hvort þú sért í rauninni skotin í honum eða hvort þú viljir bara athygli frá öðrum manni. Byrjaðu að leita þér að nýjum stað til að búa á til að setja smá fjarlægð á milli ykkar. Þetta mun hjálpa þér að komast yfir atvikið og hann.

Frænka þín er búin að vera mjög rausnarleg að bjóða þér að búa hjá sér. Ef þú stelur kærastanum hennar er það blaut tuska í andlitið á henni og mun líklega búa til fjölskylduerjur. Þannig ég mæli ekki með því að þú eltist við hann.“   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál