Er orðin þreytt á rúmfiminni

kynlíf er gott ef báðir njóta.
kynlíf er gott ef báðir njóta. Ljósmynd/Unsplash/We-Vibe Toys

Ung kona leitar ráða til sambandssérfræðings. Hún er orðin þreytt á rúmfimi kærastans. Hann er alltaf að skipta um stellingar.

„Nýi kærastinn minn vill prófa nýja stellingu í næstum hvert einasta sinn sem við stundum kynlíf. Stundum líður mér eins og hann sé að haka við „to do“ lista úr Kama Sutra bókinni. Ég er alveg opin fyrir nýjungar en það væri alveg ágætt að ná tökum á einhverri einni stellingu áður en við vindum okkur í þá næstu á listanum.“

Svar ráðgjafans:

„Það er algengt í upphafi sambands að pör prófi sig áfram með nýjar stellingar. Það er hluti af því að kynnast hvort öðru á kynferðislegan hátt. Þið þurfið að komast að því hvernig þið passið saman og þá þarf að gera ýmsar tilraunir.

En það kemur sá tími þar sem pör finna það sem virkar best fyrir þau og haldi sig við það. 

Mér heyrist á öllu að þú hafir leyft kærastanum að stjórna ferðinni aðeins of lengi og þið eruð föst í fyrsta gír. Hann er kannski mjög óreyndur á sviði kynlífs og heldur að það að gera alls kyns flóknar stellingar þýði að maður sé frábær í rúminu. Þegar raunin er allt önnur.

Kannski hefur hann fengið hugmyndir sínar um kynlíf úr klámi og þá þarf að brýna fyrir honum að mikill munur sé á kynlífi sem maður sér á skjánum og alvöru kynlífi.

Leggðu áherslu á að þú viljir skapa raunverulega nánd í kynlífinu með honum og ekki bara líta á þetta sem fimleikaæfingar. Þú þarft að finna leið til að tjá þig án þess að hljóma gagnrýnin. Láttu þetta snúast um þínar þarfir frekar en um hann.

Segðu honum til dæmis að það að vera stöðugt að skipta um stellingar fær þig til að missa taktinn og erfiðara að fá örvun og fullnægingu. Byrjið á að halda ykkur við tvær stellingar, náið tökum á þeim fullkomlega og farið svo smátt og smátt að prófa ykkur áfram. Trúboðastellingin er frábær byrjun, þar liggurðu með kodda undir mjöðmunum og hámarkar þannig örvun píkunnar.“

mbl.is