„Elskhugi minn vill ekki fara frá konunni sinni“

Thinkstock
Thinkstock mbl.is

Kona leitar ráða hjá sérfræðingi Sun. Hún segir að elskhugi hennar vilji ekki fara frá konunni sinni og noti allar afsakanir í bókinni. Hún er þreytt á því að vera hin konan. 

Hann er búinn að gefa mér allar mögulegar afsakanir sem til eru. Að börnin hans séu of ung, konan hans sé of veik, að þau séu í peningavandræðum eða að þau eigi sambandsafmæli. Við erum búin að vera að hittast í tvö ár og ég er orðin þreytt á þessum afsökunum. Ég er að spá í að segja konunni hans hvað hann er að gera þegar hann segir henni að hann sé að vinna lengur. Við hittumst í veislu sem ég var að vinna í sem barþjónn en ég er 24 ára og hann 43 ára. 

Hann reyndi við mig þetta kvöld og ég endaði með honum inni á hótelherbergi. Kynlífið var stórkostlegt, hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera, ekki eins og strákar á mínum aldri sem vita ekkert. Hann sagði að hann væri óhamingjusamur í hjónabandinu sínu en að hann hefði aldrei haldið framhjá áður.

Það voru svakalegir neistar á milli okkar og áður en ég vissi af vorum við komin í framhjáhaldssamband. Hann sagði mér eftir nokkrar vikur að hann væri orðin ástfanginn af mér og að hann vildi vera með mér alla ævi. Hann sagði að það yrði ekki auðvelt að fara frá konunni sinni og að það ætti eftir að taka smá tíma.

Hún er veik og er þunglynd þannig hann vill ekki særa hana. Ég hef hætt með honum tvisvar en hann nær alltaf að fá mig til sín aftur með loforðum og gjöfum. Hann segir að hann og konan hans sofi ekki lengur saman og ég held að ég trúi honum en ég er samt ekki alveg viss um að hann sé að segja satt. Ég veit að ég er ung en ég vil byrja líf mitt, gifta mig og eignast börn.

Ég er að spá í að senda konunni hans skilaboð og segja henni allt, ég er orðin svo þreytt á því að bíða eftir því að hann geri það. Vinir mínir segja að ég sé að sóa lífi mínu með því að tala ennþá við þennan mann og ég eigi að finna mér einhvern sem er yngri.“

Sérfræðingurinn svarar

„Að vera hin konan er einmanalegt og ruglingslegt og þú ert í stöðugri óvissu. Það hefur ekkert breyst í tvö ár og hann heldur áfram að búa til nýjar og nýjar afsakanir. Þú ert líklega að fara að bíða eftir honum áfram, líklega að eilífu.

Hann sýnir ekkert frumkvæði í því að fara frá konunni sinni. Hann er með þig í takinu fyrir skemmtun og spennu en konan hans veitir honum líklega öryggi. Ef þú sendir henni skilaboð særir þú hana bara og gerir hann reiðan. Það fær hann líklega til að fara til hennar og gleyma þér. Þú átt skilið að vera með einhverjum sem er tilbúinn að vera með þér.

Slíttu sambandinu á milli ykkar. Þó það verði erfitt þá verður þú ekki í ástarsorg lengi. Það særir þig enn meira að halda áfram í þessu sambandi.“  

mbl.is