Hvernig finnur 78 ára kona ástina?

Hvernig finnur 78 ára gömul kona ástina?
Hvernig finnur 78 ára gömul kona ástina? Ljósmynd/Pexels/Andrea Piacquadio

Konu á áttræðisaldri langar í aðeins meiri ást í líf sitt. Hún leitar ráða hjá ráðgjafa Guardian um hvernig hún eigi að komast í samband við mann á svipuðum aldri og hún. 

„Ég er 78 ára gömul kona og myndi elska það að stunda kynlíf reglulega (og að vera í sambandi) en ég veit ekki hvernig ég á að kynnast manni á svipuðum aldri með svipuð áhugamál. Ertu með einhver ráð? Ekki bara svo ég geti kynnst mönnum, heldur líka hvernig ég get hvatt þá til að sjá mig sem kynveru?“

„Það eru síður á netinu fyrir fólk á þínum aldri. Slíkur vettvangur getur verið nytsamlegur í að meta fólk áður en þú hittir það í eigin persónu. Það er líka gott að nota þær því þá er enginn í vafa um að hverju þú leitar. Annars mæli ég líka með að þú sért dugleg að fara út, taka þátt í starfi félagsmiðstöðva og viðburðum, þar geturðu hitt fólk, en þú þarft að vera hugrökk.

Það er ekki lengur litið hornauga að vera framur. Bjóddu einhverjum sem þú heillast af í kaffi eða eitthvað. Hunsaðu alla sem þykjast vera hissa eða eru með aldursfordóma, þeir eru gamaldags og alls ekki þess virði. Haltu bara áfram og vertu hugrökk,“ skrifar ráðgjafinn Pamela Stephenson Connolly.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál