Sefur á sófanum til að komast hjá kynlífi

Maðurinn hennar vill sofa á sófanum.
Maðurinn hennar vill sofa á sófanum. Ljósmynd/pexels/RonLach

Ráðþrota kona leitar ráða hjá sérfræðingi Sun. Maðurinn hennar vill sofa á sófanum til að sleppa við að stunda kynlíf með henni. 

Það byrjaði allt að fara niður á við eftir að dóttir okkar fæddist fyrir tveimur árum. Við höfum verið gift í fjögur ár, við sofum bara saman á fjögurra mánaða fresti og bara ef hann er í stuði.

Ég er með mikla kynhvöt og er mjög oft í stuði en það virðist ekki skipta máli. Hann er tekinn upp á því að sofa í sófanum og ég er viss um að hann er að forðast að sofa hjá mér. Þegar ég spyr hann út í kynlífsleysið eða ástæðu þess að hann sofi á sófanum neitar hann að svara eða skiptir um umræðuefni.“

Ráðgjafinn svarar

„Þetta tengist fæðingu dóttur ykkar. Sumum mökum finnst þeir verða út undan. Sumir sjá bara móður í makanum sínum en ekki elskhuga. Hann gæti enn verið í áfalli eftir að hafa séð þig kveljast í fæðingunni eða verið hræddur um að barna þig aftur. Segðu manninum þínum að þú viljir ekki vera í kynlífslausu hjónabandi og að þið þurfið að vinna úr þessu í sameiningu.“

mbl.is