Mikil ákvarðanaþreyta eftir skilnað

Ákvarðanaþreyta getur leitt til þess að maður fær ekki það …
Ákvarðanaþreyta getur leitt til þess að maður fær ekki það sem maður vill út úr lífinu. Getty images

Fjölskyldulögfræðingurinn Nikki Parkinson hafði útkljáð fjölmarga skilnaði í starfi sínu sem lögfræðingur en hennar eigin skilnaður sýndi henni mikilvægi þess að setja skýr mörk í lífi sínu og fara vel með sig. Eiginmaður Parkinson bað um skilnað með sms-i. 

„Maður hefði haldið að ég væri vel undirbúin fyrir skilnað þegar ég starfa við þetta daginn út og inn. Raunin var hins vegar að þótt að ég kynni öll trixin í bókinni þá var ég í algerri rúst. Ég upplifði mikið stjórnleysi og það þyrmdi yfir mig. Mér fannst ég vera alein í heiminum,“ segir Parkinson.

„Ég tók sérstaklega eftir að ég upplifði mikla ákvarðanaþreytu. Maður er búinn að þurfa að taka svo margar ákvarðanir í skilnaðarferlinu að geta manns til þess að taka fleiri ákvarðanir verður sífellt verri. Þetta getur gerst á hvaða tímapunkti sem er.“

„Í flestum tilfellum er sá sem biður um skilnað búinn að melta með sér hugmyndinni í sirka tvö ár að meðal tali. Hann er því betur í stakk búinn að takast á við sjálfan skilnaðinn. Hinn verður að vinna upp þetta forskot hratt.“

„Félaginn sem þú áttir til þess að kasta á milli hugmyndum, taka ákvarðanir um hitt og þetta er allt í einu horfinn. Þetta er einmanalegur veruleiki sem blasir við. Jafnvel fyrir harðgert fólk.“

„Ákvarðanaþreytan getur leitt til þess að þú biðjir ekki um það sem þú vilt og vilt ekki gera málamiðlanir.“

Parkinson gefur eftirfarandi ráð:

1. Veldu fólkið þitt

„Ég sótti mikið í sérfræðinga á öllum sviðum, lagalegu sviði sem og heilsusviði til þess að koma mér í gegnum erfiðustu tímana. Þetta voru lögfræðingar, sálfræðingar og ráðgjafar. Stuðningur af öllu tagi skiptir máli.“

2. Settu mörk

Í skilnaði eru skýr mörk mjög mikilvæg fyrir tilfinningalíf okkar, eigur og velferð barnanna. Að setja skýrar línur í skilnaði er eins og leiðbeiningavísir um það hvernig maður breytir sambandi úr því að vera ástvinir til fráskildra aðila. Að stilla reiði í hóf og að taka aldrei ákvarðanir af bræði eða örvilnun skiptir máli. Þau mörk munu vernda þig og fjölskyldu þína.

3. Að fara vel með sjálfan sig

Það að velja hvernig maður ætlar að heila sig á að vera í forgangi. Þetta er tími sem þú færð ekki til baka. Heilunin hefst á fyrsta degi ef þú leyfir. Heilinn þolir bara visst mikið af angist og reiði. Reyndu að forðast kulnun með því að einblína á hollt matarræði, minnka áfengisneyslu og minnka álagið í vinnunni.

4. Endirinn getur verið valdeflandi

Stundum eru erfiðustu ákvarðarnirnar þær mest frelsandi. Það er alltaf betri leið til þess að klást við skilnað. Reyndu að lesa þér til um hvernig hægt er milda áhrifin og byggja um leið styrk þinn. Spurðu þig, hvernig viltu að framtíðin líti út? Þetta er tækifærið til þess að uppgötva betra líf og hanna lífið sem þig langar í.

mbl.is