Varð óvart kynlífsnuddari

Margir elska að fara í nudd. Sumir meira en aðrir.
Margir elska að fara í nudd. Sumir meira en aðrir.

Ung kona hélt að hún væri að fara að vinna á venjulegri nuddstofu þar til annað kom í ljós.

„Eins og margir háskólanemar þá var ég lífsglöð og hress en átti lítinn pening. Ég þræddi atvinnuauglýsingarnar og dag einn fann ég starf sem leit vel út. Það borgaði vel og vinnutíminn var sveigjanlegur. Þetta var vinna á nuddstofu.“

„Ég hafði farið á námskeið í nuddi og taldi mig því vel hæfa til þess að sinna starfinu. Þegar ég mætti á staðinn leit allt mjög vel út. Staðurinn var afar snyrtilegur og fínn og konan sem rak nuddstofuna var frábær og vingjarnleg.“

Nuddararnir litu út eins og hjúkrunarfræðingar

„Ég var enginn kjáni og vissi að til væru nuddstaðir sem nudduðu fleiri líkamsparta en bak og axlir ef svo má að orði komast. Þannig að ég var vel á verði þegar ég mætti á staðinn. En allt leit mjög vel út. Nuddararnir voru svo hreinlegir og vel til hafðir að þeir hefðu allt eins getað verið læknar eða hjúkrunarfræðingar.“

„Ég fékk starfið og daginn eftir var ég mætt til vinnu, klædd einkennisbúningnum. Hinar sem unnu þarna voru allar brosandi og óskuðu mér góðs gengis. Þegar fyrsti skjólstæðingurinn kom gekk allt eins og í sögu. Þar til ég ætlaði að kveðja hann, þá snéri hann sér við á bekknum með gríðarstóra standpínu. „Værirðu nokkuð til í að ljúka mér af, elskan?“ spurði hann.“

Vildi ekki valda vandræðum

„Hann var ekki aggressívur eða dónalegur á nokkurn hátt og þar sem þetta var fastakúnni gerði ég ráð fyrir að þetta væri vani hjá honum. Ég vildi ekki valda vandræðum þannig að ég sagði bara skítt með það og fróaði honum. Það tók bara mínútu.“

„Eftir á fattaði ég hvað hafði gerst. Ég hafði fengið greitt fyrir kynlíf! Hvað myndi móðir mín segja?“

Var þannig nuddstofa

„Ég lét eins og ekkert hefði í skorist og hélt áfram með daginn. Eftir því sem á leið, gerðist þetta aftur og aftur. Þá varð mér ljóst að þetta væri í raun ÞANNIG nuddstofa. Ég var ekki í neinu áfalli og tók fegins hendi við peningunum. Vinum mínum fannst þetta bara fyndið.“ 

„Þó að mér liði ekkert illa yfir þessu þá ákvað ég að þetta væri ekki fyrir mig. Ég sagði ekki upp heldur bara mætti ekki meir. Eigandinn hringdi aldrei til þess að spyrja um mig. Ég var örugglega ekki fyrst til þess að láta mig hverfa. Nokkrum vikum síðar fékk ég starf á veitingastað. Ég fékk brotabrot af laununum en leið mun betur.“

mbl.is