Opið hjónaband en bara hinn sem fær kynlíf

Sumum gengur betur en öðrum að fá fólk upp í …
Sumum gengur betur en öðrum að fá fólk upp í rúm til sín.

Það virðist vera í tísku að vera í opnu hjónabandi en það getur þó haft ýmsa vankanta í för með sér. Kynlífsfræðingurinn Georgia Grace fer yfir það í viðtali við Body&Soul hvernig fólk á að bregðast við þegar það fær ekkert út úr opnu hjónabandi. 

Hvað gerist þegar þú ákveður að sofa hjá öðru fólki en makanum, en svo bara gerist ekkert? Og hvað ef makinn, sem bað ekki einu sinni um að opna hjónabandið, fær fullt af fjöri en þú ekki neitt?

Samkvæmt kynlífsráðgjöfum þá getur það verið mikil áskorun þegar við finnum ekki strax einhvern. Gott er að vera undir þetta búinn. „Fólk í opnu sambandi þarf að geta talað saman þegar þetta er staðan að annar fái meiri athygli í ástarlífinu en hinn. Með því að ræða þetta strax frá byrjun er hægt að byggja upp traust til þess að vinna með. Algengt er að fólk upplifi afbrýðisemi, kvíða og ástleysi. Það verður fyrir miklum vonbrigðum enda hafa báðir aðilar búið sig undir að opna sambandið og svo er raunveruleikinn bara ekki eins þokkafullur og það gerði ráð fyrir.“

„Á hinn bóginn finnst mörgum mökum það mjög æsandi að vita að hinn sé að stunda fullt af kynlífi með öðru fólki.“

„Best er að reyna að hitta fólk með svipuð áhugamál. Það er hægt að kynnast fólki á stefnumótasíðum.“

„Svo er mikilvægt að minna sig á að allt tekur sinn tíma. Maður kynnist ekki fólki undir eins. Opin sambönd geta verið krefjandi og þú þarft að skora á hólm margar staðalmyndir um hvernig sambönd eiga að vera.“ 

„Ef þú kemst svo að því að opin sambönd séu ekki fyrir þig þá þarftu að nálgast umræðuefnið af varkárni. Ekki vera reiður heldur frekar deila því að þú þurfir ákveðið öryggi í sambandi. Þetta þurfi að ræða og gefa hinum einstaklingnum tíma og rúm til þess að melta breytingarnar.“

mbl.is