Kynhvötin hvarf á fertugsaldrinum

Konan skilur ekki af hverju kynhvötin hvarf eftir að hún …
Konan skilur ekki af hverju kynhvötin hvarf eftir að hún komst á fertugsaldurinn. Ljósmynd/Unsplash

Kona á fertugsaldri veltir því fyrir sér af hverju hún hefur engan áhuga á að stunda kynlíf með manninum sínum. Hún leitar ráða hjá ráðgjafa Guardian.

„Ég er 34 ára gömul kona. Þegar ég var á þrítugsaldrinum naut ég þess að stunda kynlíf og ég átti erfitt með að neita því að stunda kynlíf stundum. Ég svaf hjá þokkalega mörgum og átti ekki í neinum vanda með að hafa áhuga á kynlífi. Núna, upp úr þurru, er kynhvötin og áhugi minn á kynlífi eiginlega horfinn, og ég er miður mín. Ég hef sterkan grun um að ástæðan sé hormónaójafnvægi.

Ég er mjög heilbrigð, ekki stressuð, drekk hvorki né reyki og á í góðu sambandi við manninn minn og við getum talað um allt. En kynlíf er oft óþægilegt fyrir mig, ég á erfitt með að verða nógu blaut og mér líður eins hann sé að kremja mig og finn ekki fyrir neinni greddu.

Núna líður mér eins og ég þurfi að sofa hjá honum, þó mig langi ekki til þess, og manninum mínum finnst óþægilegt að ég sting aldrei upp á því að stunda kynlíf lengur. Jafnvel þó ég finni til löngunar í huganum, þá svarar líkaminn mér ekki eðlilega.

Ég var alveg óundirbúin fyrir þessa þróun. Hvað er þetta? Er ég fífl að vita ekki eitthvað sem allir aðrir vissu, að það myndast hormónaójafnvægi eftir þrítugsaldurinn, fyrir breytingaskeiðið?“

Ráðgjafi Guardian, Pamela Stephenson Connolly svarar. 

„Þú ert ekki búin að missa neitt og það er ekkert hræðilegt leyndarmál til um hvarf kynhvatarannar. Í bestu aðstæðum getur fólk notið þess að stunda frábært kynlíf í gegnum alla ævina. Það er ástæða fyrir því að þú finnur ekki fyrir áhuga á kynlífi og þú þarft að finna ástæðuna svo hægt sé að laga þetta.

Þar sem þig grunar að um hormónaójafnvægi sé að ræða, farðu beint til læknis í skoðun, það getur ýmislegt orsakað minnkaða kynhvöt og áhuga á kynlífi, bæði líkamlegir og sálfræðilegir þættir.

Hin ýmsu lyf geta líka haf áhrif á hvernig líkami þinn bregst við, þú skalt athuga það líka. Hugsaðu líka um það sem kveikti í þér kynferðislega þegar þú varst yngri. Þegar þú varst vön því að sofa hjá mismunandi fólki reglulega, getur verið erfitt að vera í sambandi með bara einni manneskju.

Það gæti verið að þín fyrri hegðun hafi valdið því að þú átt erfitt með að eiga nána stund með manninum þínum. Það tekur tíma að finna öryggið til að eiga sannarlega náið samband við aðra manneskju. Kannski þessi breyting í lífi þínu hafi áhrif og geri kynlíf ekki jafn spennandi í dag. En þú getur vel breytt því innan þess sambands sem þú ert nú í, þú þarft bara að finna út hvað kveikir í þér og kveikir aftur á kynhvötinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál