Fær ekki fullnægingu með öðrum

Maðurinn á erfitt með að fá sáðlát með öðrum.
Maðurinn á erfitt með að fá sáðlát með öðrum.

Karlmaður á fertugsaldri á erfitt með að fá sáðlát þegar hann stundar kynlíf með annarri manneskju. Hann glímir ekki við sama vandamál þegar hann stundar sjálfsfróun en grunar hvert vandamálið er. Hann leitaði ráða hjá ráðgjafa The Guardian

„Ég er karlmaður á fertugsaldri sem á í erfiðleikum með sáðlát. Mitt vesen virðist vera eitthvað sem maður glímir við alla ævi. Ég nýt þess að stunda kynlíf og er oft með standpínu í mjög langan tíma, samt hef ég eiginlega aldrei fengið sáðlát með annarri manneskju. Ég glími ekki við þetta vandamál þegar ég stunda sjálfsfróun.

Ég held að það sé gott að minnast á það að mig langar alls ekki til að eignast börn. Ég er þriðja barn af sex og er búinn að fylgjast með foreldrum mínum glíma við mikil vandræði í uppeldi okkar systkinanna. Ég er dauðhræddur við að endurtaka söguna og eignast barn í ótryggum heimi.

Ég hætti í sambandi fyrir tveimur árum síðan og ég dauðkvíði því að viðurkenna þetta allt aftur. Er eitthvað sem ég get gert svo ég njóti kynlífs með annarri manneskju nógu mikið til að fá sáðlát?“

Ráðgjafinn svarar

Þú virðist hafa greint þig sjálfur og ástæðan er sálræn. Ef þetta er rétt, þá væri svarið að fara til sálfræðings eða kynlífsráðgjafa. Það væri gáfulegt að leita sér hjálpar vegna annarra vandamála líka, því vandamál í kynlífi eru yfirleitt flókin, og það er vanalega einhver brenglun á milli hugar og líkama.  

Mig grunar að hluti vandans við að þú náir ekki að njóta kynlífs með öðrum sé sálrænn. Til dæmis eiga karlar, sem eru vanir hárri ákefð (sem er mögulega eitthvað sem þú þróaðir með þér á unglingsárunum) erfiðara með að njóta sín þegar hin manneskjan getur ekki skapað sömu ákefð. Margir karlar sem glíma við sama vandamál og þú fá hrós fyrir að endast lengi, en þeir eru í raun bara að fara í gegnum kynferðislegar tilfinningar án þess að fá fullnægingu. Eins og þú hefur komist að, þá veldur það bara pirringi og vonbrigðum. 

Fyrir þá, og fyrir þig, þá þarf markmið kynlífs að breytast frá sáðláti yfir í að njóta. Ekki halda áfram að stunda kynlíf ef þú nýtur þess ekki. Þú þarft ekki að afsaka þig eða útskýra hvernig þér líður, en sum sem þú stundar kynlíf með þurfa hughreystingu ef þú færð ekki sáðlát. Í þeim tilvikum skaltu hreinsa loftið með kærleik. Það mikilvægasta er að átta sig á að þínar þarfir kynferðislega eru ekki óvenjulegar og þú átt skilið að njóta þess að stunda kynlíf.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda