Of mikil kynlífslæti í karlinum

Konu finnst neyðarlegt að hlusta á stunur kærastans.
Konu finnst neyðarlegt að hlusta á stunur kærastans. Ljósmynd/Colourbox

Kona leitar ráða vegna mikilla láta í karlinum meðan þau stunda kynlíf. Henni finnst þessi hljóð öll mjög neyðarleg og hún fer úr stuði.

Nýi kærastinn minn er mjög hávær í rúminu og ég er viss um að allir í hverfinu heyri í honum. Þetta er svo neyðarlegt og ég dett úr öllu stuði. Hvernig get ég beðið hann um að hafa hljótt án þess að særa tilfinningar hans eða minnka ánægju hans af kynlífinu?

Svar ráðgjafans:

Fólk virðist vera af tvennum toga, þeir sem láta allt flakka og þeir sem halda öllu fyrir sig. Það er lítið um meðalhóf í þessum málum. Fólk heldur sig við sinn stíl því það gefur þeim meira í kynlífinu og magnar upplifunina. Hinir hljóðlátu þurfa að tengjast líkamanum á mun næmari hátt til þess að fá fullnægingu og háværar stunur gætu truflað það.

Það er skiljanlegt að mikil læti trufli þig í kynlífinu en ef til vill gæti aukinn skilningur hjálpað þér að takast á við aðstæður.

Stunur eru eðlileg viðbrögð við þeirri líkamlegri áreynslu sem fylgir kynlífi. Þetta er allt spurning um hvernig fólk andar í áreynslunni. Þegar við höldum í okkur andanum til þess að ná að beita meiri krafti og svo losum, þá koma oft mörg aukahljóð sem eru kannski fráhrindandi að hlusta á.

Kannski myndi því duga að skipta um stellingar og prófa stellingar sem reyna minna á. Kannski ef þú værir ofan á þá myndi minna heyrast í honum.

Í kynlífi verður andardrátturinn oft hraður og grunnur. Það örvar ánægjutilfinningar. Þá er líka mögulegt að hann tengi ánægju við þessar háværu stunur.

Þetta er allt spurning um opinská samskipti. Reynið að finna einhverja millileið. Kannski getur þú orðið eilítið háværari en hann dempað á móti.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda