Á von á barni með öðrum manni

Konan á von á öðru barni með nýjum manni eftir …
Konan á von á öðru barni með nýjum manni eftir einnar nætur gaman. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég var vongóður um að ég og kærasta mín værum að ná saman aftur þegar ég spurði hana hvort hún vildi flytja aftur inn til mín. „Ég get það ekki, ég er ólétt,“ svaraði hún. Ég er ruglaður og velti fyrir mér hvort við eigum saman framtíð,“ skrifaði maður sem á ekki barnið sem kærasta hans ber undir belti og leitaði ráða hjá Deidre ráðgjafa The Sun. 

„Við höfum átt í erfiðleikum en við vorum að byrja aftur saman eftir þriggja mánaða pásu. Hún er 32 ára og ég er 36 ára. Ég átti fatahreinsun og hún var viðskiptavinur. Ég er svo feiminn að ég þurfti að setja númerið mitt á miða sem fylgdi fötunum hennar þar sem á stóð: „Hringdu í mig ef þig langar í drykk einn daginn.“ Hún gerði það. Hún flutti inn og við stofnuðum fjölskyldu og litli strákurinn okkar er fimm ára núna. Vandamálin byrjuðu af því hún einbeitti sér svo mikið að honum og ég varð afbrýðissamur. Ég var ekki frábær kærasti og fór mikið út sem gerði það að verkum að ég kom heim flest kvöld mjög drukkinn. Sambandið var mjög slæmt. Heimsfaraldur skall á og hann hafði mikil áhrif á viðskiptin. Eftir útgöngubann lokaði ég einu útibúi. Ég fann fyrir pressunni og drekkti sorgum mínum með vinum mínum eins og áður fyrr. Ég hélt fram hjá kærustunni minni og eitt kvöldið kom ég ekki heim. Þegar hún komst að því varð ég að viðurkenna framhjáhaldið og þar með var þetta búið. Hún fór til foreldra sinna og tók strákinn með.

Smám saman höfum við verið að byggja upp sambandið. Ég kom stundum en svaf á sófanum, allt var gott. Við vorum búin að vera halda upp á afmæli sonar okkar þegar ég spurði hana hvort hún vildi koma heim. Svar hennar kom flatt upp á mig. Hún sagðist vera komin sjö vikur á leið eftir einnar nætur gaman. Ég trúi því ekki að hún hafi gert mér þetta. Hvað á ég að gera? Segja henni að flytja aftur heim svo við getum þóst verið ein stór hamingjusöm fjölskylda og látið sem barnið sé mitt?“

Konan er ólétt.
Konan er ólétt. Ljósmynd/Colourbox.dk

Ráðgjafinn segir að þetta séu stórar spurningar en bendir réttilega á að konan hafi ekki beint haldið framhjá ef þau hafi verið í pásu.

„Nú er komið barn í spilið, þú þarft fyrst að láta þína fyrrverandi ákveða hvað hún vill. Ætlar hún að halda barninu? Ætlar hún að segja föður barnsins? Verður hann hluti af lífi barnsins? Vertu viss um að ræða þetta áður en þið takið ákvörðun. Reyndu að sýna stuðning og skilja af hverju kærustunni þinni líður illa með að taka ákvarðanir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál