Ótrúlega erfitt að skilja

Bill Gates og Melinda Gates.
Bill Gates og Melinda Gates. AFP

Melinda French Gates og Bill Gates, stofnandi Microsoft, tilkynntu um skilnað sinn í fyrra eftir 27 ára langt hjónaband. French Gates er bara mannleg þrátt fyrir milljarðana og segir ótrúlega erfitt að ganga í gegnum skilnað.  

Þrátt fyrir erfiðleikana og allar sáru tilfinningarnar er French Gates greinilega ánægð með ákvörðunina sem hún tók. „Þú getur ekki búið þig undir þetta en ég veit að ég tók rétta ákvörðun,“ sagði hún í viðtali sagði French Gates í viðtali við Fortune á dögunum og segir að þau hafi komist í gegnum ferlið. 

„Það voru nokkrar ástæður fyrir því að ég gat ekki verið í þessu hjónabandi lengur,“ segir French Gates um skilnaðinn. 

Það er margt óvenjulegt við skilnað Gates-hjónanna fyrrverandi. Hjónin eru heimsfræg og forrík. Þrátt fyrir erfiðan skilnað hefur French Gates talað opinberlega um skilnaðinn og haldið áfram að vinna með fyrrverandi eiginmanni sínum í góðgerðarsjóðnum Bill and Melinda Gates Fundation. „Ég hélt áfram að vinna með manneskjunni sem ég var að fara frá.“ Hún segist hafa neyðst til að mæta í vinnuna á hverjum degi. 

„Þetta var ótrúlega sárt á ótal vegu,“ segir French Gates sem grét marga morgna en þurfti síðan að hafa sig til og mæta á fundi með manninum sem hún var að skilja við. „Ég lærði að sem leiðtogi gæti ég þetta.“

Bill og Melinda Gates.
Bill og Melinda Gates. AFPmbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda