Gift hjón sem bjuggu ekki saman

Smá fjarlægð gerir hjónabönd ekki verri.
Smá fjarlægð gerir hjónabönd ekki verri. Samsett mynd

Hjón þurfa ekki endilega að búa saman. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að þau deila ekki húsi. Þeim kemur illa saman, þau eiga mörg börn eða hreinlega búa í ekki í sama landinu. Nokkur stjörnuhjón eru meðal þeirra sem hafa búið í sundur og farnast vel. 

Kourtney Kardashian og Travis Barker

Raunveruleikastjarnan og trommarinn eru ótrúlega ástfangin en búa ekki saman. Þau eiga mörg börn og eru enn að vinna í því að finna sér samastað saman og finna út úr því hvernig þau geta gert það á góðan hátt fyrir börnin sín. Þau búa þó nálægt hvort öðru. 

Kourtney Kardashian og Travis Barker.
Kourtney Kardashian og Travis Barker. AFP

Gwyneth Paltrow og Brad Falchuk

Hollywood-stjarnan Gwyneht Paltrow fer engu óðslega. Hún skildi á réttan hátt og byrjaði ekki að búa með nýja eiginmanni sínum, handritshöfundinum Brad Falchuk, fyrr en hún var tilbúin til þess. Hjónin voru búin að vera gift í heilt ár þegar þau fluttu inn saman. Fyrst um sinn skipti Falchuk vikunni upp á milli heimilanna tveggja. Þau gátu þar með haldið neistanum gangandi og einbeitt sér að börnunum sínum úr fyrri samböndum. 

Gwyneth Paltrow og eiginmaður hennar Brad Falchuk.
Gwyneth Paltrow og eiginmaður hennar Brad Falchuk. AFP

Claire Danes og Hugh Dancy

Dagskrá leikarahjónanna passaði óvenju oft saman en þegar Claire Danes byrjaði að leika í þáttunum Homeland flutti hún til Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Á meðan var eiginmaður hennar að vinna í New York. Að lokum tók Dancey að sér hlutverk í sjöttu þáttaröð af Homeland. 

Claire Danes og Hugh Dancy.
Claire Danes og Hugh Dancy. AFP

Ashley Graham og Justin Ervin

Fyrirsætan Ashey Graham bjó í New York en eiginmaður hennar í Los Angeles. Hjónin voru búin að vera gift í áratug þegar frumburðurinn kom í heiminn árið 2020. Þau voru með þá reglu að vera aldrei í burtu frá hvort öðru lengur en í tvær vikur. 

Fyrirsætan Ashley Graham bjó lengi vel ekki með eiginmanni sínum.
Fyrirsætan Ashley Graham bjó lengi vel ekki með eiginmanni sínum. AFP
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda