Ekki stundað kynlíf í 15 ár

Er kominn tími á skilnað?
Er kominn tími á skilnað? Ljósmynd/Unsplash

Karlmaður sem kvæntur hefur verið í 30 ár hefur ekki stundað kynlíf með eiginkonu sinni undanfarin 15 ár. Hann er orðinn þreyttur á ástandinu og veltir því fyrir sér hvort hann eigi að skilja. Hann leitar ráða hjá ráðgjafa Guardian

„Ég er búinn að vera giftur í yfir 30 ár, en eiginkona mín tilkynnti mér fyrir mörgum árum að hún vildi ekki eiga í kynferðislegu sambandi við mig, og við erum ekki búin að stunda kynlíf síðustu 15 ár. Jafnvel fyrir það, þá stunduðum við ekki kynlíf reglulega. Ég held að konan mín hati líkama sinn innilega mikið. Ég hef ekki séð hana nema fullklædda síðustu 15 ár. Hún fer í sturtu bakvið luktar dyr og við sofum hvort í sínu herberginu, af því ég hrýt. 

Ég hélt fram hjá henni fyrir 25 árum síðan og það var magnað að finna að einhvern langaði í mig og vildi elskast með mér, en vegna barnanna okkar þá hætti ég því. Ég hélt áfram með ferilinn minn, hugsaði um fjölskylduna. Núna er ég kominn á sextugsaldurinn og orðinn langþreyttur. Mig langar bara að finna ást og vera í sambandi sem snýst um snertingu líka. 

Ég veit þetta hljómar smá glatað, en mér finnst þetta hafa haft áhrif á mig. Því ég er rosalega einmana og reiður. Ég verð reiður þegar konan mín talar um hjónaband okkar, því það er svo mikið uppgerð. Ég vil ekki rústa fjölskyldunni, en ég veit ekki hvað annað ég á að gera.“

Ráðgjafinn svarar

„Það er ótrúlega leiðinlegt að þú finnir svona mikið til, og þráir ást og umhyggju. Margir í þinni stöðu skipta lífi sínu upp í hólf, og eiga í samböndum til hliðar, og það væri skiljanlegt ef þú værir að velta því fyrir þér. Þrátt fyrir áhættuna sem því fylgir.

Einkvæni er ekki auðvelt fyrir alla. Ef þú sérð einhvern möguleika á því, ættir þú að reyna að byrja að ræða þetta við konuna þína og segja henni frá því hvernig þér líður, án þess að kenna henni um. Þú átt skilið að á þig sé hlustað, og hún á það líka skilið.

Kannski komist þið að einhverri sameiginlegri lausn, eða finnið leið sem þið eru sátt með. Þið gætuð jafnvel fengið hjálp frá hjónabandsráðgjafa. Reiðin sem þú finnur fyrir hefur mikil áhrif á þig, og einmanaleikinn líka. Það væri mjög gott ef þú gætir sleppt tökum á reiðinni, fyrir sjálfan þig. Gerðu það að markmiði þínu að finna stuðninginn og hjálpina sem þú þarft.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál