Hvað segir stjörnuspáin um helgarkynlífið?

Hvað gerist í bólinu um helgina?
Hvað gerist í bólinu um helgina? Ljósmynd/Unsplash

Ef þú skipuleggur kynlífið um helgina ekki í Exel þá er kannski tími til að kíkja á stjörnuspánna. Himintunglin stjórna auðvitað ansi mörgu sem gerist í lífi okkar mannfólksins og þar af leiðandi kynlífinu. Á vef Cosmopolitan má lesa hvernig ástarlífið verður um helgina.

Naut (20. apríl til 20. maí)

Nautið ætti að taka áhættu um helgina og gerast ævintýragjarn í rúminu. Helgin er tími fyrir fjölbreyttar tilraunir í svefnherberginu. Næsta vika verður hins vegar töluvert hversdagslegri og snýst um að skoða sambandið.

Tví­buri (21. maí til 21. júní)

Kynhvötin fer í fimmta gír um helgina en annað hvort stundar þú mjög gott kynlíf eða lendir í heiftarlegu rifrildi. Ef sambandið þitt er á góðu róli gengur allt vel en ef þið eruð á viðkvæmum stað má gera ráð fyrir miklum öldugangi. 

Krabbi (22. júní til 22. júlí)

Krabbinn ætti að bóka að minnsta kosti eitt stefnumót um helgina. Farðu með maka eða þann sem ert að hitta á rómantískan stað. Það er hins vegar ekkert kynlíf að fara að eiga sér stað. Nú er málið að eiga gott samtal. 

Ljón (23. júlí til 22. ág­úst)

Helgin verður flókin fyrir ljónið. Ljónið gæti átt von á sérstaklega góðu kynlífi en gæti líka gengið of langt. Það er mælt með því að ljónið tali vel við þá sem það hittir á stefnumótaforritum. 

Meyja (23. ág­úst til 22. sept­em­ber)

Meyjan er sérstaklega tilfinningarík þessa dagana. Það er hins vegar ekki svo slæmt. Það er til dæmis mjög líklegt að meyjan eigi eftir að enda uppi í rúmi eftir gott fyrsta stefnumót. 

Vog­in (23. sept­em­ber til 22. októ­ber)

Kynhvötin er á leiðinni upp hjá voginni og fjörið í svefnherberginu er að verða meira. Það skiptir ekki máli hvort að vogin er í sambandi eða bara að hitta einhvern. Í miðri næstu viku verður eitthvað mikið í gangi. 

Sporðdreki (23. októ­ber til 21. nóv­em­ber)

Sporðdrekinn á eftir að hugsa of mikið í næstu viku. Mælt er með því að sporðdrekinn tali við maka. Ef það vantar upp á rómantíkina láttu heyra í þér. 

Bogmaður (22. nóv­em­ber til 21. des­em­ber)

Einhleypi bogmaðurinn er til í að hitta annað fólk á lausu. Það verðu auðvelt fyrir hann að fíra upp í öðru fólki á næstu dögum. Þriðjudagurinn og fimmtudagurinn í næstu viku eiga eftir að reynast mjög vel. 

Stein­geit (22. des­em­ber til 19. janú­ar)

Steingeitin gæti þurft að takast á við fyrrverandi maka. Mælt er með því að hætta að bregðast við öllu á samfélagsmiðlum og senda skilaboð á nóttinni. 

Vatns­beri (20. janú­ar til 18. fe­brú­ar)

Það verður allt í gangi hjá vatnsberanum næstu daga, hvort sem hann er í sambandi eða ekki. Það eru mjög miklir möguleikar á góðu kynlífi. 

Fisk­ur (19. fe­brú­ar til 20. mars)

Fiskurinn er ekki að fara fá neitt um helgina. Nú þarf fiskurinn að hugsa um að bera sig vel og tala hreint út. 

Stjörnumerkin.
Stjörnumerkin. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda