Áttu tvo drengi sem báðir eru látnir - hver erfir foreldrana?

Hver erfir foreldra sem misst hafa drengi sína tvo?
Hver erfir foreldra sem misst hafa drengi sína tvo? AFP

Ólafur Garðarsson lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá hjónum sem misstu syni sína. 

Sæll. 

Við hjónin áttum tvo drengi og eru báðir látnir. Annar átti tvö börn en hinn eitt barn. Fer erfðaréttur þeirra til barnanna eftir okkar dag?

Kær kveðja, SN

Ólafur Garðarsson lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Ólafur Garðarsson lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Takk fyrir spurninguna.

Það er rétt skilið hjá þér að þrátt fyrir að báðir drengir ykkar séu látnir þá erfa börn þeirra ykkur eftir að þið eruð bæði látin sbr. 2.mgr 2.greinar erfðalaga nr. 8/1962. Auðvitað erfið þið hvort annað að stórum hluta falli annað ykkar frá á undan en að lokum fá börn drengjanna ykkur arfinn.

Kær kveðja, 

Ólafur Garðarsson lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda