Ætlar þú að vera þessi batteríslausi um jólin?

Ef þú hefur í hyggju að tæma batteríið fyrir jólin …
Ef þú hefur í hyggju að tæma batteríið fyrir jólin þá ættir þú að gera allt sem þú hefur engan tíma fyrir. Sydney Sims/Unsplash

Jólin eru ekki fullkomin – ekki frekar en aðrir dagar lífsins. Þótt jólin eigi að vera alveg framúrskarandi frábær þá geta þau komið upp á rigningardegi. Auðvitað vill enginn að jólin komi upp á rigningardegi. Það á að alltaf að vera svo ógurlega gaman á jólunum. Fólk er búið að leggja mikið á sig til þess að andrúmsloftið, lyktin, maturinn, gjafirnar og stemningin sé þannig að þú munir eftir þessum jólum. Jólin eiga að vera varða á lífsleiðinni. Varðan sem þú stoppar við í huganum eftir nokkur ár eða áratugi og hlýnar í hjartanu við tilhugsunina.Var ekki örugglega gaman?

Hver hefur ekki verið í þeim sporum að ákveða á síðustu stundu að framkvæma eitthvað óframkvæmanlegt sem átti að færa jólahaldið upp á annað tilverustig? Svo klikkaði eitthvert smáaatriði sem gerði það að verkum að allt fór í skrúfuna. Í stað þess að toppa sig enn eitt árið á hátíð ljóss og friðar hrapaði jólahaldið lóðrétt niður í kjallara. Og það varð bara ekkert gaman!

Ef manneskjan hefði náð að framkvæma hið óframkvæmanlega er ekkert gefið að jólin hefðu farið upp á annað tilverustig. Hið óframkvæmanlega kallar á svo mikla orku. Þetta er svolítið eins og keyra rafmagnsbíl í snjókomu, frosti og brjáluðu veðri. Þá þarf rafmagnsbíllinn meiri orku og verður fyrr batteríslaus. Ef batteríið tæmist alveg áður en þú kemst á áfangastað ertu í pattstöðu. Þú kemst ekki úr sporunum nema fólkið sem vinnur á dráttarbíl komi og dragi þig á næstu hleðslustöð.

Manneskjan er stundum alveg eins og rafmagnsbíll. Á æviskeiðum vors og sumars er hægt að keyra endalaust á batteríunum því lífið iðar. Það er svo mikið stuð og ljósið í hjartanu skín svo skært að umheimurinn fær ofbirtu í augun. Svo haustar í tilverunni og þá þarf að hlaða batteríin oftar og fara betur með sig. Það sem hægt var að gera í vorinu og sumrinu er ekki hægt lengur.

Þess vegna verður manneskjan, sem gat keyrt endalaust á tómum batteríum og töfrað fram hið ómögulega, alveg goslaus. Andleg og líkamleg þreyta verður svo yfirþyrmandi að fólk hefði auðveldlega getað fengið hlutverk í VR-auglýsingunni. Það hefði ekki þurft leikara til að sofna ofan í súpunni.

Fólk veit ekki hvenær það haustar í tilverunni og það fattar stundum ekki að batteríin eru að klárast. Þegar það finnur fyrir vanmætti byrjar það að hlaupa hraðar í stað þess að hægja á sér. Það þarf að slá út fyrri jólamet og önnur afrek í lífinu. Það ætlar enginn að gangast við því að hrísgrjónin séu fullsoðin. Það er einmitt fólk á þessum stað sem reynir að framkvæma hið óframkvæmanlega og verður svo fyrir hræðilegum vonbrigðum þegar eitthvað klikkar. Þá er ágætt að muna að heimurinn ferst ekki þótt þú eigir ekki best skreytta hús landsins og kalkúnninn sé svo þurr að það þurfi að drekkja honum í rjómasósu til að koma honum niður (og drekka rauðvín í bjórglasti með). Í þessu 128 síðna Jólablaði Morgunblaðsins eru margar góðar hugmyndir að því hvernig samferðafólk okkar undirbýr hátíð ljóss og friðar án þess að vera eins og rafmagnsbíll í hríðarbyl og frosti. Mundu svo að vera bara þú. Hefur það ekki virkað ágætlega hingað til?

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda