Hvernig á að vera einhleypur um jólin?

Bridget tapar ekki gleðinni þótt á móti blási.
Bridget tapar ekki gleðinni þótt á móti blási.

Undir lok árs eru flestir þreyttir og fríinu fegnir þegar líða fer að jólum. En á sama tíma er fólk almennt vant því að hafa mikið fyrir stafni þannig að það að þurfa að taka sér hvíld getur gert það að verkum að ýmsar tilfinningar fara að láta á sér kræla. Því upplifa margir jólin sem erfiðan tíma, sérstaklega þar sem jólin eru tími sem flestir líta á sem tíma fjölskyldunnar. Sé maður einhleypur þá getur þessi tími reynst krefjandi.

Sérfræðingar mæla með að gefa sér svigrúm fyrir allar tilfinningar. Hér koma nokkur góð ráð fyrir einhleypa.

Gefðu þér tíma fyrir tilfinningasemi

„Í hreinskilni sagt er erfitt að vera einhleypur um hátíðarnar. Ef þú finnur fyrir depurð þá skaltu viðurkenna það fyrir þér frekar en að bæla tilfinningarnar niðri. Svo skaltu taka þig saman, hressa þig við með að gera eitthvað skemmtilegt. Verðu tíma með fólki sem þér þykir vænt um.“

Gerðu það mesta úr jólaboðunum

„Notaðu tækifærið og klæddu þig í þín bestu föt. Hér erum við að tala um pallíettur og glimmer. Dansaðu með vinum þínum. Búðu til frábærar minningar.“

Reyndu að gleðjast yfir litlu hlutunum

Hugsaðu um allt það jákvæða sem þú missir af. Þú þarft til dæmis ekki lengur að fara í leiðinleg boð hjá tengdó. Svo þarftu ekki að eyða peningum í gjöf handa kærastanum. Eyddu frekar í sjálfa þig. Allt telst með.

Ekki byrja aftur með fyrrverandi

Ekki láta tilfinningar um jólin bera þig ofurliði. Það er alltaf slæm hugmynd að byrja aftur með fyrrverandi.

Vandaðu valið á jólamyndum

Jólamyndirnar sem hafa fyrirsjáanlegan endi geta komið inn hjá fólki ranghugmyndum um lífið. Reyndu að horfa á myndir sem sýna lífið með eilítið raunverulegum blæ eins og til dæmis Bridget Jones eða Love Actually.

Maður getur haft það huggulegt þó maður sé einhleypur á …
Maður getur haft það huggulegt þó maður sé einhleypur á jólunum.
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda