Umdeilt kynlífsráð gerir allt vitlaust

Kynlífsráð Jasons Himsworth hefur ekki slegið í gegn.
Kynlífsráð Jasons Himsworth hefur ekki slegið í gegn. Samsett mynd

Eins og lesendur Smartlands vita einna best þá er til fjöldinn allur af kynlífsráðum á netinu. Það þýðir þó ekki að öll ráð til að bæta upplifunina í rúminu séu frábær, eins og Jason Himsworth TikTok-stjarna komst að nýlega. 

Ráðið sem Himsworth gaf hefur valdið usla og hafa konur um víða veröld mótmælt þessu ráði og beðið karlmenn að vinsamlegast ekki fylgja því. Ráðið sem Himsworth gaf er ekki flókið: „Þegar hún er alveg að ná fullnægingu, talaðu hana í gegnum það, treystið mér.“

„Alls EKKI! tala við mig þegar ég er að einbeita mér. Haltu bara áfram að gera það sem þú ert að gera,“ skrifaði ein kona í athugasemd. „Alls ekki, ég endurtek, alls ekki tala hana í gegnum það,“ sagði önnur. 

Það voru nokkrar konur sem gáfu sér tíma í að útskýra af hverju karlmenn ættu alls ekki að fylgja ráði Himsworth. „Bókstaflega ekki gera það. Það eyðileggur augnablikið,“ skrifaði ein ráðagóð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál