Fólk kíkir ekki í bakpokann sinn því það er svo vont

Ásdís Rán Gunnarsdóttir stýrir hlaðvarpsþættinum, Krassandi konur.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir stýrir hlaðvarpsþættinum, Krassandi konur.

Rakel Sigurðardóttir andlegur einkaþjálfari er gestur Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur í hlaðvarpinu Krassandi konur. Ásdís Rán segir að fólk þurfi mjög mikið á hvatningu að halda akkúrat núna. 

„Að vera ekki nóg, skortur á sjálfstrausti, oftast er rót vanlíðan okkar úr æsku, það er ótrúlega margt sem mótar okkur í æsku. Við fáum svo ótrúlega mikið af röngum skilaboðum úr umhverfinu sem við þurfum svo seinna meir að setja spurningamerki við,“ segir Rakel. 

Hún segir að það sé best að setja upp 12 mánaða prógramm til þess að fólk nái árangri hvað varðar andlega heilsu. 

„Það er oft erfitt að komast upp úr því að hugsa neikvætt um sjálfan sig. Ef maður er alltaf að hugsa neikvætt þá gerast bara neikvæðir hlutir. Þetta er allt orkan sem við erum í. Þegar við erum í neikvæðri orku þá erum við með neikvæðar hugsanir og löðum að okkur meira og meira neikvætt. Þetta verður svona „snowball effect“. Við erum öll með ósýnilegan bakpoka með öllu því sem við höfum upplifað í lífinu. Þú vilt helst ekki kíkja í hann því það getur verið svo vont. Við upplifum svo oft ranga mynd af sjálfum okkur og trúum því. Það er ekki fyrr en við förum að skoða vel i bakpokann, finna vandamálið og byrja að vinna í að setja réttar jákvæðar upplýsingar í hausinn á okkur að líðan okkar fer að lagast og hamingjan birtist. Það getur tekið vikur, mánuði og jafnvel ár í sjálfsvinnu. 

Það sem gerist þegar þú byrjar að segja jákvæð orð við sjálfa þig þá ertu að hækka orkuna þína. Þá ferðu að laða til þín það sem þú vilt og það góða og jákvæða í lífinu. Líkamleg einkenni andlegrar vanlíðunar geta verið svo mörg, bólgur, kvíði, þunglyndi, magabólgur og sjúkdómar, þetta helst allt í hendur,“ segir Rakel.  

Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Rakel Sigurðardóttir.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Rakel Sigurðardóttir.

„En við getum átt svo auðvelt með að detta í neikvæðar hugsanir, þetta er eitthvað sem allir þurfa að berjast við alltaf. Út af því við erum ekki að gera næga sjálfsvinnu nógu djúpt. Ef þú ert búin að vera með neikvæðan huga í tugi ára þá tekur sinn tíma að laga það með daglegum æfingum og verkefnum,“ segir hún. 

Rakel segir að þegar fólki líði illa þá sé það líklegra til þess að grafa sig inn í vonleysi og brjóta sjálft sig niður. 

„Fólk getur líka oft verið í neikvæðni og lifað út á það að dæma aðra hérna á Íslandi. Það sýnir oft svo mikið vanlíðan þeirra manneskju. Ef manneskja er jákvæð með sjálfa sig þá hefur hún enga þörf til að draga aðra niður þá vill hún frekar toga hann upp og hrósa. Við erum oft snillingar í að dæma því það er miklu auðveldara en að líta í eigin barm,“ segir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál