Nautnafullt kynlíf handan við hornið

Kynlíf snýst um að upplifa ánægju og nautn.
Kynlíf snýst um að upplifa ánægju og nautn. Ljósmynd/Unsplash

Sérfræðingar mæla með ýmsu þegar kemur að góðu kynlífi. Hér eru bestu ráðin:

„Reyndu að forðast það að hugsa of mikið. Það er svo auðvelt að fjarlægjast líkamann og ánægjuna sem fylgir kynlífi með því að vera alltaf að hugsa hvort þetta sé að taka of langan tíma eða hvort maður sé kjánalegur í einhverri stellingu. Þetta eru allt hugsanir sem koma í veg fyrir að maður upplifi einskæra ánægju,“ segir Kamil Lewis kynlífsráðgjafi.

Leyfa sér að vera berskjaldaður

„Það að njóta góðs kynlífs hefur mikið með það að gera hvernig maður mætir tilfinningum sínum. Þetta þýðir að leyfa sér að vera berskjaldaður og ekki að keppast að einhverju marki. Þú ert þarna til þess að tengjast en ekki til að ljúka einhverju verkefni. Kynlíf getur verið spegill sambands. Það sem gerist utan svefnherbergisins hefur áhrif á kynlífið,“ segir Shadeen Francis kynlífsfræðingur.

Karezza aðferðin nýtur vinsælda

Þá mæla margir sérfræðingar með Karezza aðferðinni sem gengur út á það að verja meiri tíma í að upplifa líkamlega nautn frekar en bara að fá fullnægingu. 

„Þú verður að vera tilbúinn í þetta andlega og líkamlega. Vera fjarri öllum truflunum og áreiti (börnin ættu helst að vera ekki heima). Snertu bólfélagann þar sem innsæið segir þér og leyfðu honum að gera það sama við þig. Horfist í augu og hrósið hvort öðru. Þetta snýst um að tengjast og upplifa. Öll skilningarvitin virkjast.“

„Ef annar aðilinn er alveg að fá fullnægingu þá á að stoppa og byrja aftur. Markmiðið er að lengja athöfnina og hámarka örvun. Það má hins vegar fá fullnægingu ef þér finnst það rétt í augnablikinu. Með Karezza aðferðinni er markmiðið hvorki að fá fullnægingu né að koma í veg fyrir hana. Ánægjan er markmiðið.“

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál