Fær fullnægingu eftir 30 sekúndna kynlíf

Karlmaðurinn fær það stundum eftir 30 sekúndna kynlíf.
Karlmaðurinn fær það stundum eftir 30 sekúndna kynlíf.

Ungur karlmaður segist fá fullnægingu of snemma þegar hann stundar kynlíf með konum. Hann langar til að breyta því og leitar ráða hjá ráðgjafa Guardian

„Ég er einhleypur karlmaður á þrítugsaldri og fer oft á stefnumót. Þegar ég stunda kynlíf, þá er það með einhverri sem ég var að kynnast. Ég fæ fullnægingu allt of snemma, og fæ oft brátt sáðlát. Er eitthvað sem ég get gert í því? Ég elska að stunda kynlíf en núna er ég farinn að hafa áhyggjur af því og áhyggjur af því að standa mig.

Stundum þegar ég stunda kynlíf þá þykist ég ekki hafa fengið það strax til að forðast skömmina. Stundum, þá endist ég bara í 30 sekúndur. Ég á sprey til að draga úr næmni, en það er rosalega vandræðalegt að nota það og getur eyðilagt andrúmsloftið þegar ég þarf að stoppa og nota það. Hvernig nálgast ég þetta vandamál, sérstaklega með nýjum rúmfélögum?“

Ráðgjafinn svarar

„Á meðan mörg segjast njóta þess að stunda ákaft kynlíf í langan tíma, segjast mörg alls ekki vilja það. Seinni hópurinn vill frekar stutt kynlíf þar sem getnaðarlimur fer í stuttan tíma inn í leggöng, eða vilja sleppa því alfarið til að forðast ertingu og óþægindi. Þetta er mjög skiljanlegt fyrir konur, þar sem fullnægingar kvenna koma yfirleitt í gegnum snípinn, sem er fyrir utan leggöngin. 

Það er hægt að laga snemmbúið sáðlát, en reyndu að hafa ekki áhyggjur af því. Ef þú hefur of miklar áhyggjur af því hvernig þú stendur þig, getur það haft þveröfug áhrif. Í stað þess skaltu einbeita þér að því að veita unað með öðrum leiðum, til dæmis með fingrum eða munnmökum. 

Það eru margar sjóðandi heitar leiðir til þess og það er kominn tími til að hugsa minna um hvað typpið á þér að gera og hugsa um hvað annað þú getur gert til að veita manneskjunni sem þú ert að stunda kynlíf með unað. 

Góð samskipti eru lykillinn að því sem og aðferðir þínar við að ná fram þeim upplýsingum sem þú þarft til að veita góðan unað. Það getur þú líka gert með því að segja rúmfélaga þínum hvað þér finnst gott. Fólk sem glímir ekki við sama vanda og þú má líka tileinka sér það.“

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál