Hvað gerist við sambúðarslit ef hann á íbúðina en hún borgaði af láninu?

Hver er réttur fólks í sambúð ef það hættir saman?
Hver er réttur fólks í sambúð ef það hættir saman? Spacejoy/Unsplash

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spuringum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem veltir fyrir sér hvernig sambýlisfólk sem ekki er gift skiptir eigum sínum við sambúðarslit. 

Sæl Vala. 

Par er búið að vera í sambúð lengi. Annað greiðir af húseign en hitt er skráður eigandi. Hvernig virkar það ef þau hætta í sambúð? Hvernig verða skiptin á eigninni?

Kveðja, 

HB

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Sæl HB. 

Fyrst skal tekið fram að ákvæði hjúskaparlaga gilda ekki um fjárskipti þeirra sem eru í óvígðri sambúð. Engar aðrar settar lagareglur eru til um skipti er slit verða á óvígðri sambúð. Hafa dómstólar litið á sambúðarfólk sem tvo sjálfstæða einstaklinga og að um fjármál þeirra fari eftir almennum reglum fjármunaréttarins.

Er meginreglan sú, að við slit sambúðar tekur hvor aðili það sem hann er skrifaður fyrir nema sönnun takist um myndun sameignar.

Verður hvor aðili fyrir sig að sanna hlutdeild sína í eignamyndun á þeim tíma þegar fjárhagsleg samstaða hefur verið milli sambúðarfólks. Því er nauðsynlegt að leita sér aðstoðar lögmanns við slík fjárskipti.

Kveðja, 

Vala Valtýsdóttir lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur póst HÉR. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál