Sorgin þurrkaði út kynlífið

Ljósmynd/ThinkStockPhotos

Par sem hefur verið saman í sjö ár er hætt að stunda kynlíf eftir að hafa gengið saman í gegnum áföll. Þau leituðu ráða hjá ráðgjafa Guardian.

„Ég og maki minn erum búin að vera ástríku og hamingjusömu sambandi í sjö ár. Undanfarin tvö ár erum við búin að upplifa áföll varðandi foreldra okkar, andlát og alvarlegar sjúkdómsgreiningar. 

Við erum náin, en líkamlegt samband okkar hefur dofnað svo um munar. Mér finnst gott að stunda kynlíf til að takast á við stress og álag, og til þess að styrkja nándina, en hann hefur orðið ansi hikandi að gera eitthvað með mér kynferðislega. Ég finn að þörf okkar fyrir kynlíf er ólík og ég sakna þess að við séum á sömu blaðsíðu um hvaða þýðingu nánd hefur fyrir okkur.“ 

Ráðgjafinn svarar:

„Sorg getur sannarlega haft neikvæð áhrif á kynhvötina og hvernig við bregðumst við. Fyrir marga getur það tekið langan tíma að ná fyrri kynhvöt. Stundum getur sorgin þróast yfir í þunglyndi, sem í sjálfu sér getur slökkt allan áhuga á kynlífi. 

Því miður þá eru viðbrögð ykkar ólík í sorginni, og ef þið gætuð mögulega talað um nákvæmlega það gæti þetta lagast hjá ykkur. Að fara til ráðgjafa og ræða um sorgina getur hjálpað ykkur. 

Áföllin eru ykkur ný, en ef þið virðist ekki ætla að ná bata eða finna fyrir neinum framförum þá er mikilvægt fyrir ykkur að leita ykkur aðstoðar. 

Það er eðlilegt í langtímasambandi að það komi að því að kynlíf hafi mismunandi þýðingu fyrir ykkur. Haltu í vonina að þið munið sjá ljósið við enda ganganna. Þið munið jafna ykkur á sorginni og vonandi ná aftur saman eins og áður.“

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál