Vinsælustu kynlífstækin á Íslandi 2022

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2022.
Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2022.

Kynlífstækjaverslunin Blush hefur sent frá sér lista yfir þau tæki sem voru vinsælust á meðal Íslendinga á síðasta ári. Fjölbreytt tæki náðu inn á listann. 

Desire G-Spot frá Reset

Desire er ein af sex vörum frá vörumerkinu Reset. Desire er einstaklega mjúkur og sveigjanlegur titrari sem er hugsaður til að örva snípinn eða inni í leggöngum. Tækið er fullkomið fyrir þau sem vilja nettan titrara til að auka unað í sjálfsfróun eða kynlífi. Öll tækin frá Reset hafa Reset eiginleika sem veitir dýpri og lengri fullnægingar. Þrýstu á reset takkann á tækinu þegar þú færð fullnægingu og finndu hvernig tækið fer strax í lægstu stillingu. Með mildum og léttum titring getur þú notið fullnægingarinnar lengur og upplifir dýpri og meiri unað.

Desire G Spot Vibrator
Desire G Spot Vibrator

Uberlube

Uberlube er hágæða sleipiefni sem inniheldur aðeins náttúruleg efni. Sleipiefnið er sílikon blandað sem gefur því silkimjúka áferð og góða endingu. Uberlube hefur aðeins fjögur innihaldsefni sem gerir það eitt af hreinustu sleipiefnum á markaðnum. Það er lyktarlaust og inniheldur engin skaðleg efni eins og paraben eða ilmefni. Uberlube er frábær viðbót í kynlífið, munnmökin eða sjálfsfróunina og hefur ekki neikvæð áhrif á sýrustig eða bakteríuflóru í leggöngum eða endaþarmi

Uberlube
Uberlube

Womanizer Premium 2

Premium 2 er háklassa sogtæki frá Womanizer. Tækið einkennist af gæða hönnun og framúrskarandi eiginleikum. Það hefur einstaklega fallega lögun og er sérstaklega hannað með það í huga að tækið passi vel í hendi og að auðvelt sé að stjórna því. Premium veitir djúpa og kraftmikla örvun á snípinn sem líkir eftir léttu sogi og verður upplifunin eins og af unaðslegum munnmökum. Tækið hefur snertiskynjara og fer ekki í gang fyrr en stúturinn leggst upp við húð sem gerir það hljóðlátara en önnur sogtæki á markaðnum.

Womanizer
Womanizer

Forleikur

Forleikur er spil sem hugsað er fyrir öll pör sem vilja opna umræðuna um kynlíf í sínu sambandi. Spilið gengur ekki út að það að einn aðilinn sigri, heldur er markmiðið að pör styrki tengslin á milli sín með samskiptum og ýmiskonar æfingum.

Forleikur
Forleikur

Flirt Egg frá Reset

Flirt er ein af sex vörum frá vörumerkinu Reset. Flirt er fullkomið fyrir þau sem vilja nett egg til að auka unað í sjálfsfróun eða kynlífi. Flirt frá Reset er fyrirferðalítið egg sem er hugsað til þess að örva snípinn. Tækið er einstaklega hljóðlátt og hentar fullkomlega í sjálfsfróun eða í kynlíf á milli tveggja einstaklinga. Tækið er úr umhverfisvænu silíkoni, er vatnshelt og hentar vel fyrir byrjendur og lengra komna. Öll tækin frá Reset hafa Reset eiginleika sem veitir dýpri og lengri fullnægingar. Þrýstu á reset takkann á tækinu þegar þú færð fullnægingu og finndu hvernig tækið fer strax í lægstu stillingu. Með mildum og léttum titring getur þú notið fullnægingarinnar lengur og upplifir dýpri og meiri unað.

Flirt Egg
Flirt Egg

Love Triangle frá Satisfyer

Love Triangle frá Satisfyer er einstaklega hljóðlátt en kröftugt sogtæki sem er sérstaklega hannað til þess að veita djúpa og kraftmikla örvun á snípinn. Tækið er blanda af léttu sogi og djúpum titring sem líkir eftir unaðslegum munnmökum. Hægt er að tengja tækið við app í símanum með bluetooth og má þannig stjórna titringnum með símanum með fyrirfram tilbúnum stillingum. Þetta er í þriðja skiptið sem Love Triangle ratar á árslista Blush!

Love Triangle
Love Triangle

Sam Neo frá Svakom

Sam Neo frá Svakom er nett rúnkvél með titringi og sogi. Mynstrið í mjúka sleevinu, sem fer utan um typpið, er sérstaklega hannað til þess að veita sem mesta örvun. Hægt er að tengja Sam við app í snjalltæki. Appið er auðvelt í notkun og hefur þann eiginleika að hægt er að stjórna vélinni úr hvaða fjarlægð sem. Þannig getur þú leyft maka þínum að taka stjórnina á örvuninni.

Sam Neo
Sam Neo

Stimulating Orgasm Oil

Náttúruleg örvandi olía sem inniheldur meðal annars hamp olíu. Olían hefur þann eiginleika að auka blóðflæði í snípinn og gera hann næmari fyrir snertingu auk þess að ýta undir náttúrulega rakamyndun. Hún hentar því einstaklega vel fyrir þau sem upplifa þurrk og óþægindi tengd því. Einnig getur olían ýtt undir og aukið kynhvöt. Hægt er að nota olíuna sem sleipiefni.

Stimulating Orgasm Oil
Stimulating Orgasm Oil

Winni frá Svakom

Winni para hringurinn frá Svakom er fyrirferðalítill og er hugsaður til þess að nota með eða án maka. Með tækinu fylgir fjarstýring sem gerir notkun þess auðvelda og skemmtilega. Hringurinn auðveldar þeim sem eru með typpi að halda stinningu og getur veitt dýpri fullnægingu. Hægt er að setja hann innst á typpið í kynlífi með maka þar sem hinn endinn á tækinu leggst á og örvar snípinn.

Winni
Winni

Flip Orb

Flip Orb múffurnar eru tvær í sínum flokki og hafa mismunandi mynstur að innan. Þær eru frábrugðnar hefðbundnum múffum að því leyti að innan í þeim eru sérstakar Orb kúlur sem veita aukna örvun. Flip Orb gerir rúnkið eða forleikinn enn unaðslegri. Þar sem að rúnkmúffurnar eru mjúkar og kreistanlegar henta þær fyrir allar stærðir og gerðir af typpum. Þegar að múffan er kreist þrýstist loftið úr henni og myndar náttúrulegt sog sem líkir eftir unaðslegum munnmökum. Þú getur stjórnað mismunandi þrengingu með því að ýta á hringlaga þrýstipunktana utan á múffunni. Flip Orb eru með okkar vinsælustu múffum enda hafa þær áður ratað á árslista Blush.

Flip Orb
Flip Orb
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál