„Ég ætlaði aldrei að taka þátt í framhjáhaldi“

Kona sem hefur staðið í tveggja ára ástarsambandi með giftum …
Kona sem hefur staðið í tveggja ára ástarsambandi með giftum manni stendur á krossgötum. Hann á von á barni með eiginkonu sinni, en segist vilja eignast barn með ástkonu sinni líka. Ljósmynd/Colourbox.dk

Kona sem hefur staðið í tveggja ára ástarsambandi með giftum manni stendur á krossgötum. Hann á von á barni með eiginkonu sinni, en segist vilja eignast barn með ástkonu sinni líka. Hún leitar ráða hjá ráðgjafa Sun

„Þegar ég komst að því að eiginkona ástmanns míns ætti von á barni, átti ég alls ekki von á því að hann segðist frekar vilja eignast barn með mér. 

Mig hefur alltaf langað til að eignast mitt eigi barn, en mér líður eins og ef ég myndi eignast barn með honum þá yrði ég einhleyp móðir að eilífu. 

Hann er 31 árs og ég er 28 ára og við erum búin að eiga í leynilegu ástarsambandi í yfir tvö ár. Við kynntumst fyrst í háskólanum og vorum í sömu vinahópunum. Við áttum það til að kyssast á djamminu. Eftir það misstum við sambandið, en svo sendi hann mér skilaboð á Facebook og við byrjuðum að tala saman þar. 

Fyrst hélt ég að þetta væri saklaust, bara tveir vinir að tala saman aftur á ný. Eftir því sem tíminn leið fór að renna á mig tvær grímur og skilaboðin urðu fleiri. Síðan eitt kvöld hittumst við í drykk. 

Þegar ég sá hann aftur í persónu fann ég aftur fyrir gömlum tilfinningum og dróst að honum. Áður en ég vissi af vorum við farin að sofa saman og höfum ekki getað hætt. Ég ætlaði aldrei að taka þátt í framhjáhaldi, en ég varð ástfangin. 

Þrátt fyrir að vera giftur sagðist hann ætla að hætta með henni fyrir mig. Í síðustu viku sá ég svo óléttutilkynningu frá þeim á Facebook. Hún er gengin fimm mánuði á leið og þau eiga von á stúlku. Ég trúði ekki mínum eigin augum. 

Þegar ég ræddi þetta við hann, sagðist hann ekki geta með nokkru móti farið frá henni núna. En að hann langaði til að eignast lítinn dreng með mér. 

Hann heldur því statt og stöðugt fram að hann langi til að eyða lífinu með mér og stofna fjölskyldu, en ég á erfitt með að trúa því að það gerist nokkurn tíman. Hvað á ég að gera?“

Ráðgjafinn svarar

„Það er ljóst að þið berið sterkar tilfinningar til hvors annars, en til að vernda sjálfa þig, þá verður þú að enda sambandið. 

Þessi maður á erfitt með að vera trúr sjálfum sér, eiginkonu sinni og barni, og þér líka. Hann sér hlutina ekki í raunhæfu ljósi. Hann getur ekki verið með eiginkonu sinni og verið í ástkæru sambandi með þér líka. 

Ef þú myndir eignast barn með honum, þá væri það ekki bara ósanngjarnt gagnvart þér og barninu, heldur líka eiginkonu hans og barninu þeirra. 

Þú átt skilið að vera með manni sem er laus og getur skuldbundist þér. Þetta samband heldur aftur af þér.“

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál