Þorir ekki aftur á barinn eftir höfnun

Karlmaðurinn veltir því fyrir sér hvort hann hafi farið yfir …
Karlmaðurinn veltir því fyrir sér hvort hann hafi farið yfir strikið með því að senda stelpunni á barnum fylgjendabeiðni á Instagram. Ljósmynd/Pexels

Fastagestur á hverfisbar hefur áhyggjur af því að það verði vandræðalegt að mæta aftur á barinn eftir að barþjónn hafnaði fylgjendabeiðni hans á Instagram. Hann leitar ráða hjá ráðgjafa Sun.

„Mér líður svo vandræðalega eftir að hafa verið hafnað á samfélagsmiðlum af stúlku sem vinnur á barnum í hverfinu mínu. Ég hef áhyggjur af því að ég hafi farið yfir strikið og nú get ég ekki hugsað mér að sjá hana á barnum. 

Ég er 32 ára karlmaður og hún er 29 ára. Við höfum átt í vingjarnlegum samskiptum á barnum undanfarna mánuði og spjallað mikið saman. 

Þegar ég var að skrolla í gegnum Instagram nýlega sá ég hana og ákvað að fylgja henni. Ég hélt að við þekktum hvort annað nógu vel til að verða vinir á Instagram. En hún hafnaði beiðni minni. 

Núna líður mér svo heimskulega og velti fyrir mér hvort ég geti nokkurn tíman stigi fæti inn fyrir dyrnar á barnum aftur.“

Ráðgjafinn svarar

„Þetta er nú kannski ekkert persónulegt. Það eru margir sem vanda valið vel á samfélagsmiðlum og leyfa bara sínum nánustu vinum og fjölskyldu að fylgjast með lífi sínu þar. 

Svo er líka möguleiki að hún hafi ekki fattað að þetta væri þú. Þú skalt reyna að halda áfram með lífið eins og ekkert sé. 

Þú veist ekki hvort þetta sé eitthvað vandræðalegt fyrr en þú hittir hana. Ef þú skynjar að það sé eitthvað vandræðalegt í gangi, þá ættir þú kannski bara að ræða það við hana, og halda svo áfram með lífið. Þú hefur ekki gert neitt af þér.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál