Kynlíf með ókunnugum kveikir í konunni

Eiginmaðurinn var ekki sáttur við fantasíu konu sinnar.
Eiginmaðurinn var ekki sáttur við fantasíu konu sinnar. mbl.is/Thinkstockphotos

„Það kostaði mig mikið hugrekki að segja manninum mínum frá fantasíum mínum en viðbrögð hans létu mig sjá eftir því. Ég hélt að það myndi færa okkur nær hvort öðru en það hefur bara gert illt verra. Undanfarin ár hefur sú hugmynd kveikt í mér að stunda kynlíf með ókunnugum. Eiginmaður minn skilur það ekki. Í staðinn hefur hann tekið þessu sem persónulegri móðgun og þannig að hann sé ekki nógu góður fyrir mig. Ég er 48 ára og eiginmaður minn er 51 árs. Ég elska hann enn og heillast af honum en hann hefur tekið þessu mjög illa,“ skrifaði eiginkona í vanda og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

Ráðgjafinn leggur áherslu á að konan fræði manninn sinn um að það séu ekki endilega tengsl á milli kynferðislegra drauma og raunveruleika.

„Þú getur fullvissað eiginmann þinn um að þetta er bara fantasía, eitthvað sem þú nýtur að hugsa um en vilt ekki leika eftir. Láttu hann vita að hann sé algjörlega nóg fyrir þig og að deila þessum tilfinningum með honum er endurspeglun á því hversu vel þú treystir honum, ekki af því að þú viljir hlaupast á brott.“

Kynlíf með ókunnugum er bara draumur.
Kynlíf með ókunnugum er bara draumur. Ljósmynd/Unsplash
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál