Fær aldrei munnmök til baka

mbl.is

Manneskja sem er búin að vera í sambandi með maka sínum í fjögur ár kvartar yfir því að maki hennar vilji aldrei veita henni munnmök til baka. Sjálf elskar hún að veita munnmök, en finnst ekki vera jafnvægi á milli þeirra. Hún leitar ráða hjá ráðgjafa Guardian

„Við maki minn erum búin að vera saman í fjögur ár. Við elskum hvort annað, við deilum áhugamálum og erum stolt af árangri hvors annars, en þegar kemur að kynlífi erum við ekki á sömu bylgjulengd. Ég veiti munnmök reglulega, ég nýt þess að veita unað, og ég elska að gera það. Ég lít ekki svo á að ég þurfi að fá endurgjald fyrir það, en á sama tíma og maki minn segist elska líka að veita munnmök, þá gerist það aldrei.

Ég er búin að spyrja af hverju, reynt að skilja og myndi aldrei krefjast þess að maki minn veitti mér munnmök. Mér líður hins vegar eins og þörfum mínum sé ekki mætt, eins og mín upplifun sé eitthvað aukaatriði.

Undanfarið hef ég verið að daðra meira, með þá hugsun í kollinum að ég gæti fundið einhvern sem elskar raunverulega að veita unað. Mér finnst ósanngjarnt að biðja um eitthvað sem maki minn þolir ekki að gera, en ég er farin að halda að kannski finnist honum gott að veita munnmök. Þannig ég er farin að velta fyrir mér hvort ég sé í sambandi þar sem ég sé um að uppfylla þarfir annarra.“

Ráðgjafinn svarar

„Þú ert klárlega í sambandi þar sem sambandið snýst um að þú uppfyllir þarfir maka þíns. Það er ekki nema að þú gerir eitthvað til að breyta sambandinu. Þegar allt kemur til alls, af hverju ætti maki þinn að byrja á að veita þér líka munnmök þar sem það er skýrt að þú munt aldrei búast við því?

Fólk á það til að breyta ekki hegðun sinni nema það þurfi þess, þannig að með því að setja ekki mörk, þá hvetur þú til sjálfelsku. Spurðu þig af hverju þú hefur ekki farið fram á betra fyrirkomulag hingað til. Kannski er hluti af þér sem trúir því ekki að þú eigir skilið unað? Kannski nýtur þú þess að hafa stjórn og vald þegar þú gefur og gefur, en færð ekkert í staðin.

Ef við gefum annarri manneskju of mikið, kynferðislega eða í öðru, þá getum við byrjað að þola manneskjuna ekki. Og þegar við fáum of mikið, þá getum við líka farið að þola manneskjuna ekki. Það getur líka aukið væntingarnar. Það er ekki auðvelt að skapa og halda jafnvægi í sambandi, en það er mjög mikilvægt að þú vinnir í því tafarlaust.“

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál