Þrítug og aldrei fengið fullnægingu

Ljósmynd/Pexels/Anna Shvets

Kona nokkur hefur miklar áhyggjur yfir því að hafa aldrei fengið fullnægingu. Hún er nú orðin þrítug og leitaði ráða hjá ráðgjafa The Sun.

„Þrátt fyrir að vera orðin þrítug hef ég aldrei fengið fullnægingu, hvorki ein né með maka. Þó að ég hafi oft reynt þá virðist ég bara ekki finna fyrir ánægjunni sem allir tala um.

Fram að síðasta ári hafði ég stöðugt verið í og úr samböndum, svo ég hafði aldrei upplifað þörf fyrir að kanna minn eigin líkama almennilega.

Frá því ég hætti með síðasta kærastanum mínum er ég loksins farin að njóta þess að vera einhleyp. Ég hef miklu meiri tíma fyrir sjálfa mig sem hefur skapað ómótstæðilega löngun til að gleðja sjálfa mig sem ég hafði aldrei gert áður.

Í hvert skipti sem ég hef hins vegar reynt þá hef ég bara upplifað fullt af engu. Ég hef gúglað mismunandi aðferðir og prófað ýmis kynlífsleikföng. Ég er farin að hafa áhyggjur af því að ég geti hreinlega ekki fengið fullnægingu.“

Ráðgjafinn svarar:

„Þetta er eðlilegt, en fimmta hver kona er í þínum sporum. Kynferðisleg ánægja er einstaklingsbundin, en það sem er almennt misskilið er að hjá mörgum konum getur hún byrjað í heilanum. 

Gefðu sjálfri þér góðan tíma í að kanna líkama þinn og losaðu þig við pressuna sem þú gætir fundið fyrir til að koma honum í lag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál