Eiginkonan of stressuð og vill ekki stunda kynlíf

Konan kemur of stressuð heim úr vinnunni.
Konan kemur of stressuð heim úr vinnunni.

Karlmaður er orðinn þreyttur á því að eiginkona hans kemur alltaf með vandamálin sín heim úr vinnunni. Hann nær ekki að hjálpa henni að slaka á og hún vill ekki stunda kynlíf þegar hún er stressuð. Hann leitar ráða hjá ráðgjafa Guardian.

„Eiginkona mín telur það vera rétt sinn að koma heim eftir vinnu með öll vinnutengd vandamál og segja mér frá þeim. Þegar hún er stressuð þá hefur hún engan áhuga á kynlífi og við stundum bara kynlíf þegar hún stingur upp á því. Ég er búin að ræða þetta of við hana, að hún ein hafi völdin. Ég er búinn að gera fullt af hlutum til að hjálpa henni að takast á við stressið (nudd, dekur og hugsa um hana) en það hjálpar bara smá. Ég er orðinn rosalega dofinn og áhugalaus. Hvað get ég gert?“

Ráðgjafinn svarar

„Samband pars, almenn staða og samskipti, hafa alltaf bein áhrif á kynlífið. Ykkar tilfelli er skólabókardæmi um það. Þú ferð fram úr sjálfum þér í því að reyna að hjálpa henni og gera henni allt til geðs, en þannig komist þið ekki að rót vandans, því sem veldur henni stressi. Í staðin verður þú pirraður við hana.

Stress í sjálfu sér er líklegt til að orsaka minni kynhvöt, og líka það að hún tekur stressið með sér heim úr vinnunni. Það er nú alveg eðlilegt að deila vandamálum sínum í vinnunni með maka sínum og að búast við því að makinn hlusti. Þegar það verður þér íþyngjandi, þá er tími til að setja mörk. Þú getur til dæmis farið fram á við hana að hún finni leið til að takast á við stressið og beðið hana um að finna út úr því hvernig hún getur dregið úr stressinu í vinunni, þannig það lendi ekki á þér að takast á við afleiðingarnar.

Að finna fyrir dofa og áhugaleysi eru merki þynglyndis, sem í sjálfu sér getur líka haft neikvæð áhrif kynhvötina. Nú er rétti tíminn til að greiða úr þessum flækjum áður en það verður þér um of.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál