„Fór að gefa mér einkunn í rúminu til að bæta mig“

Gott kynlíf byggist á góðum samskiptum.
Gott kynlíf byggist á góðum samskiptum. Ljósmynd/Unsplash

Ung kona lýsir í pistli sínum hvernig samskipti hennar og kærastans fóru úr því að vera heilbrigð í það að vera niðurbrjótandi.

„Í fyrstu var allt dásamlegt á milli okkar. Á fyrstu stigum sambandsins virtumst við kalla fram það besta í hvort öðru. Við nutum þess að vera saman án þess að þurfa að vera alltaf að gera eitthvað. Við gátum bara verið.“

„Lengi vel hélt ég að þetta samband væri komið til að vera.“

Stakk upp á sakleysislegu spjalli

„Eftir tvo mánuð stakk kærastinn upp á nokkru sem breytti öllu. Ég bara fattaði það ekki á þeim tíma. Eitt skipti eftir kynlíf spurði hann mig hvort ég vildi spjalla um það sem okkur þætti gott í rúminu. Hann sagði það vera mikilvægan þátt í sambandinu og hann vildi vera viss um að ég væri að fá allt út úr kynlífinu.“

„Almennt hef ég ekkert á móti því að tala um kynlíf og fannst sambandið komið á það stig þannig að ég samþykkti spjallið.“

Við hófum samtalið sem gekk vel og næstu vikur var kynlífið frábært. Við vorum meira í takt við langanir hvors annars og hlustuðum á hvort annað. En eitt kvöldið breyttust samskiptin. Hann fór að gefa mér umsögn.“ 

Gerðist hægt og rólega

„Hann fór með mjög kuldalegum hætti að segja mér hvað ég gerði rétt og rangt og hvernig ég gæti bætt mig. Hann fór líka að segja mér í hverju ég ætti að vera og hvernig ég ætti að greiða mér.“

„Þetta gerðist hægt og rólega, ein athugasemd hér og þar en eftir nokkra mánuði varð þetta orðinn fastur liður. Endalausar athugasemdir. Undir lokin var hann farinn að gefa mér einkunn frá einum upp í tíu og fór að leggja mat á það hversu vel ég væri að fara eftir hans ráðleggingum.“

Farin að kvíða fyrir kynlífinu

„Eftir þrjá mánuði var ég farin að kvíða fyrir kynlífinu. Allt vakti með mér kvíða, hver koss, hver snerting. Ég var alltaf á nálum yfir því hvað hann myndi segja næst. Hvort ég væri nógu góð núna eða ekki.

„Við hættum saman eftir sex mánuði en þetta var ekki meginástæða sambandsslitsins. Það var margt annað sem gerði útslagið.“

Eftir að hafa verið einhleyp aftur í einhvern tíma fann ég hversu niðurbrotin ég var eftir sambandið. Sjálfstraustið var í lægstu lægðum. Ég hafði treyst honum en hann notaði það svæði lífsins þar sem maður er hvað viðkvæmastur til þess að rífa mann smátt og smátt niður.“

„Vinkonur mínar hvöttu mig til þess að leita aðstoðar ráðgjafa og eftir þó nokkra ráðgjöf er ég enn að átta mig á hversu alvarleg staðan var fyrir mig.“

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda