Nennir ekki að stunda kynlíf

Maðurinn virðist vera hættur á að stunda kynlíf.
Maðurinn virðist vera hættur á að stunda kynlíf. Thinkstock / Getty Images

„Eiginmaður minn nennir ekki að stunda kynlíf lengur. Við áttum frábærar stundir í svefnherberginu en núna er þetta eins og húsverk. Við erum rétt komin yfir sextugt, heilsuhraust og í góðu formi. Við höfum verið saman í 30 ár. Fyrir utan þetta er samband okkar mjög gott. Ég hef reynt að tala við eiginmann minn og stundum reynir hann að gera eitthvað í þessu en það endist ekki lengi. Eftir tvo eða þrjá mánuði hættum við að stunda kynlíf aftur. Ég sakna nándarinnar eftir kynlífið og við kúrum ekki einu sinni lengur þar sem hann sefur í öðru herbergi. Er ósanngjarnt að búast við einhverju öðru?“ skrifaði ófullnægð kona og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun. 

Ráðgjafinn bendir konunni á að vandamálið sé ekki hún. Vandamálið hafi eitthvað með eiginmann hennar að gera. 

„Nei, þetta snýst ekki um þig. Spurðu hann hvað hefur breyst. Er hann hraustur eða er hann með áhyggjur af kynlífinu? Segðu honum að fara til læknis til þess að útiloka læknisfræðilega ástæðu lítillar kynhvatar. Ef það er allt í lagi með hann, einbeitið ykkur að því að vera náin líkamlega, án þess að í því felist endilega kynlíf, það hjálpar hormónunum,“ skrifar ráðgjafinn. 

Það er ekkert að frétta í svefnherberginu.
Það er ekkert að frétta í svefnherberginu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda