Hvaða ástartungumál talar þú?

Ljósmynd/Pexels/Cottonbro Studio

Öll erum við með mismunandi þarfir og langanir í ástarsamböndum. Fyrir 20 árum síðan gaf bandaríski rithöfundurinn Gary Chapman út bókina The Five Love Languages, eða Ástartungumálin fimm. Þar skilgreinir hann fimm ástartungumál sem tákna fimm mismunandi leiðir sem við tjáum og þiggjum ást og umhyggju. 

Í bókinni setur Chapman fram þá kenningu að fólk hafi tilhneigingu til að tjá ást sína á þann hátt sem það kýs sjálft að þiggja ást. Ef pör tala ekki sama ástartungumáli geta vandamál skapast þar sem ástin kemst ekki til skila á réttan máta. Með því hins vegar að læra inn á ástartungumál okkar og maka okkar getum við tryggt að við tjáum ást á þann hátt sem maki okkar skilur.

Hvernig tjáir þú ást þína? Hver eru ástartungumálin fimm og hvernig getur þú verið viss um að koma til móts við einhvern sem talar annað ástartungumál en þú?

Líkamleg snerting

Einstaklingar sem eru með líkamlega snertingu sem ástartungumál upplifa mestu ástina þegar þeir fá líkamleg merki um ást og umhyggju. Þessir einstaklingar upplifa líka sterkustu tenginguna við maka sinn með líkamlegri snertingu. 

Þessum einstaklingum finnst gott að faðmast, haldast í hendur, sitja þétt upp við maka sinn og kyssa hann. 

Ljósmynd/Pexels/Anna Shvets

Þjónusta

Einstaklingar sem eru með þjónustu sem ástartungumál kunna að meta hjálpsemi. Engin góðverk fara framhjá þessum einstaklingum, hvort sem þau eru stór eða smá.

Hjálp við heimilisstörf er vel metin hjá þessum einstaklingum, en þar að auki eru þeir hrifnir af því þegar eldað er fyrir þá eða þegar bílinn er fylltur af bensíni fyrir þá.

Uppörvandi orð eða hrós

Einstaklingar sem eru með uppörvandi orð eða hrós sem ástartungumál finna fyrir mestu ástinni þegar maki þeirra tjáir ást sína og þakklæti.

Þessir einstaklingar eru sérstaklega hrifnir af því að fá ástarbréf og vilja heyra „ég elska þig“ oft. Þá eru þeir hrifnir af hrósum og vilja fá tíð skilaboð. 

Ljósmynd/Pexels/Cottonbro Studio

Gæðastundir

Einstaklingar sem eru með gæðastundir sem ástartungumál upplifa mestu ástina þegar maki þeirra eyðir tíma með þeim. Það er þó algjört lykilatriði að makinn sé fullkomlega til staðar.

Þessir einstaklingar eru hrifnir af augnsambandi og þroskandi samtölum, en þeir elska að fá óskipta athygli.

Að gefa og þiggja gjafir

Einstaklingar sem eru með gjafir sem ástartungumál sjá gjafir á annan hátt en aðrir. Fyrir þeim eru gjafir mikilvægt tákn um ást og því er það ekki peningalegt vægi gjafanna sem skiptir máli heldur það sem liggur að baki. 

Þessir einstaklingar elska að fá hugulsamar gjafir, gjafir sem sýna hve vel makinn þekkir þá og gjafir sem sýna þakklæti. Þá þykir þeim sérstaklega gaman að fagna sérstökum tilefnum. 

Ljósmynd/Pexels/Ivan Samkov
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál