Rómantískustu kynlífsstellingarnar

Valentínusardagurinn er handan við hornið!
Valentínusardagurinn er handan við hornið! Ljósmynd/Unsplash

Dagur ástarinnar, Valentínusardagurinn, er handan við hornið. Þessi dagur sem tileinkaður er ást er góður dagur til að bjóða ástinni sinni upp á eitthvað rómantískt í rúminu. Smartland tók saman rómantískustu stellingarnar fyrir ástfangin pör.

Skeiðin

Að mati margra eru fáar stellingar jafn rómantískar og skeiðin. Stóra skeiðin þarf ekki að leggja of mikla vinnu á sig, litla skeiðin getur notið sín og jafn vel hjálpað til með höndunum til að auka vellíðanina. Svo er auðvelt fyrir þau sem kjósa að nota kynlífstæki í þessari stellingu.

Trúboðinn

Kynlíf þarf ekki að vera flókið til að vera gott. Trúboðinn er líka afskaplega rómantískur og fullkominn fyrir þau sem vilja horfast í augu á meðan þau njóta ásta. Til að gera trúboðann enn betri er hægt að lauma einum kodda undir rassinn á manneskjunni sem er undir og þannig auka unaðinn.

Hjartað

Hjartað, öfugur trúboði, hvað sem þú vilt kalla það, þá er þessi stelling eins og rómantískt faðmlag. Ef karl og kona eru að stunda kynlíf saman er konan ofan á með fótleggina beygða upp með síðum karlmannsins. Konan getur svo stjórnað ferðinni.

Platjógastaðan

Ef þið farið á rómantískt stefnumót um kvöldið og étið á ykkur gat, þá er þessi staða fyrir ykkur. Þegar karl og kona stunda kynlíf saman þá krýpur karlmaðurinn á hnjánnum og konan liggur fyrir framan hann. Síðan teygir hún fætur sínar upp í loft og hann heldur í gætur hennar. Þannig virðast allir mjög liðugir of ferskir, og maginn fær smá frið eftir rómantíska kvöldverðinn.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál