Getur samband virkað án kynlífs?

Ljósmynd/Pexels/Andrea Piacquardio

Oft er talað um kynlíf sem ómissandi hluta af heilbrigðu ástarsambandi. Sambandssérfræðingurinn Tracey Crox vill þó meina að það eigi ekki við um öll sambönd, og að í sumum tilfellum geti það að fjarlægja kynlíf úr sambandi verið breyting til hins betra. 

Crox segir pör þó verða að uppfylla tvo þætti ef samband án kynlífs á að virka. „Þau virka einungis ef báðir aðilar eru ánægðir með að kynlíf sé fjarlægt úr sambandinu og ef þeir eru áfram nánir á öðrum sviðum. Ef ástúð, nálægð, snerting og kossar eru líkar fjarlægðir fer sambandið úr því að vera rómantískt yfir í vinasamband,“ útskýrir hún. 

Í pistli sem birtist á vef DailyMail nefnir Crox fjórar algengar aðstæður sem geta orðið til þess að pör ákveða að kynlíf verði, tímabundið eða varanlega, fjarlægt úr sambandinu. 

Einbeiting þín og orka er þörf annars staðar

„Það gerast ákveðnir hlutir í lífinu sem ræna okkur tíma og orku sem við myndum annars nota í kynlíf,“ segir Crox og tekur sem dæmi barneignir og uppeldi, að stofna fyrirtæki, að sjá fyrir öldruðum foreldrum eða koma sér inn í nýtt starf. 

Þá segir hún streitu- og kvíðavaldandi aðstæður og atburði einnig geta dregið úr löngun í kynlíf þegar og ef tækifæri gefst. 

Annað ykkar er með heilsufarsvandamál sem truflar kynlíf

Hér nefnir Crox til dæmis bakverki, aðgerðir, almennt heilsuleysi, þunglyndi eða kvíða. „Stinningarvandamál, sársaukafullt kynlíf og fylgikvillar frá tíðarhvörfum eru einnig algengar truflanir á kynlífi,“ bætir hún við.

Þið hafið bæði fengið nóg

Crox segir eðlilegt að fólk einfaldlega missi áhugann þegar það hefur prófað allt. „Þú hefur nú þegar stundað kynlíf þúsund sinnum, hvorugt ykkar hefur áhuga á kynlífi, löngunin er lítil og ekkert sem þú hefur ekki prófað – þá er stundum skynsamlegast að hvíla kynlífið,“ segir hún. 

Þið hafið fundið ykkar farveg

Samband telst vera „kynlífslaust“ þegar pör stunda kynlíf sjaldnar en 10 sinnum á ári. „Ef þið hafið verið saman í 40 ár gæti eitt magnað kvöld einu sinni á ári haldið ykkur báðum hamingjusömum. Ást, glettni og ástúð – þessir hlutir koma líka nánd í sambönd og eru jafn mikilvægir og kynlíf,“ segir Crox.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál