Það sem ekki má í svefnherberginu

Rúmföt þurfa að vera hrein ef það á að lokka …
Rúmföt þurfa að vera hrein ef það á að lokka einhvern til góðra stunda í rúminu. Ljósmynd/Unsplash

Kynlífsráðgjafinn Georgia Grace nefnir sex atriði sem ekki má klikka á í svefnherberginu ef allt á að fara að óskum. 

1. Óhrein rúmföt

„Það er fátt ógeðslegra en að bjóða upp á óhrein rúmföt. Maður á að þvo rúmfötin einu sinni í viku, sérstaklega ef maður sefur nakinn, svitnar á nóttunni eða stundar kynlíf,“ segir Grace.

„Í starfi mínu hef ég heyrt margar sögur um hvernig fólk fer með einhverjum í rúmið og finnur þar svo hina og þessa bletti í rúmfötunum. Það eyðileggur alla stemmingu og maður hugsar ekki um annað en hvað þessi blettur gæti verið.“

„Munið að það jafnast ekkert á við vönduð og hrein rúmföt.“

2. Slæm lýsing

„Það þarf að passa að hafa milda lýsingu í svefnherberginu. Of mikið ljós setur mann úr jafnvægi. Ég mæli með að hafa lítinn lampa á náttborðinu. Það er nóg.“

3. Skrítin lykt

„Lyktarskynið gegnir mikilvægu hlutverki í kynlífinu. Góð lykt getur kveikt í manni löngun en vond lykt kemur manni úr stuði. Það þarf að huga að hreinlæti til þess að tryggja góða lykt í svefnherberginu. Til viðbótar við það er gott að hafa líka ilmkerti við höndina ef maður vill skapa góða stemmingu.“

4. Illa tiltekið herbergi

„Svefnherbergi sem eru öll í drasli eru mjög óaðlaðandi. Það er mikilvægt að svefnherbergið sé alltaf hreint og fínt. Það á sérstaklega við um náttborðin.“

5. Tryggja skal gott næði

„Mörgum skjólstæðingum mínum finnst það mjög fráhrindandi ef ekki er hægt að tryggja gott næði til þess að stunda kynlíf. Ef t.d. það heyrist mikið á milli veggja eða ekki hægt að læsa hurðinni að svefnherberginu. Þá þarf að tryggja að gæludýrin séu ekki inni í svefnherberginu.“

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál