Fáðu þér sálfræðing!

Ásdís Ásgeirsdóttir blaðamaður og ljósmyndari á Morgunblaðinu fór á eitt …
Ásdís Ásgeirsdóttir blaðamaður og ljósmyndari á Morgunblaðinu fór á eitt deit í fyrra.

Þessi vetur ætlar að reynast afar umhleypingasamur og enn sem komið er er hann vægast sagt leiðinlegur. Veðrið getur ekki ákveðið sig en kýs helst að bjóða upp á tuttugu vindstig á gamla skalanum og slagveður. Svo loks þegar snjórinn er bráðnaður fer að snjóa á ný. Þetta er svo endurtekið sí og æ með tilheyrandi röskunum á umferð og flugi þannig að ekki einu sinni Tenerife-farar geta stólað á að komast þangað og taka tásumyndir.

Þið afsakið, ég lofaði engri jákvæðni hér!

Til að lyfta andanum var hér Valentínusardagur í vikunni og konudagur um helgina. Þá fá konur (og stöku karlar) blóm og dekur frá makanum. En við einhleypingar fáum bara ekkert. Hvers eigum við að gjalda? Eini dagurinn sem er helgaður okkur einhleypa fólkinu er einhver „singles' day“ sem upphaflega var kínverskur hátíðisdagur fyrir einhleypa að gleðjast yfir sínu hlutskipti. En dagurinn breyttist síðar í einhvern allsherjar netútsöludag sem hefur nákvæmlega ekkert með það að gera að vera einhleypur. Gat skeð!

Í viðtali hér við hliðina má lesa um stefnumótadag í tveimur kirkjum. Afar sniðug hugmynd, en stíluð inn á pör. Ég stakk upp á að halda stefnumótadag fyrir einhleypa þar og held að það væri sniðug, en þó nokkuð vandræðaleg, hugmynd. Satt að segja veit ég ekki alveg hvernig ætti að útfæra hugmyndina. Kannski væri hægt að hafa „speed dating“ í kirkjum landsins þar sem pör fengju fimm mínútur hvort með öðru áður en þau sneru sér að næstu manneskju.

Það er ekkert svo vitlaust, enda er hægt að læra mjög margt um fólk á fimm mínútum. Það veit ég eftir nokkur afar stutt tinder-deit fortíðarinnar þar sem ég hljóp út af kaffihúsum eftir hálfan kaffibolla eða svo. Ég er svo löngu hætt að taka sénsinn á slíkum stefnumótum. En kannski væru það frambærilegri menn sem myndu mæta í kirkjur á hraðstefnumót; ég veit það þó ekki.

Eitt helsta vandamálið við karlmenn á stefnumótum er að þeir tala aðallega um sjálfa sig. Ég fór á eitt einasta stefnumót á síðasta ári; ákvað að gefa þessu einn séns í viðbót. Maðurinn var hinn myndarlegasti, tíu árum yngri, í góðu starfi. Hann talaði um vinnuna sína, flutninga, skilnaðinn sinn, börnin sín tvö sem hann saknaði, rifrildri við fyrrverandi á einhverju bílaplani og blablabla. Ekki kom ein spurning um mig, mín börn, mitt starf, mín áhugamál. Ég kláraði matinn minn og kvaddi. Daginn eftir sendi hann mér skilaboð og vildi hitta mig aftur. Ég svaraði:

Í alvöru; fannst þér þetta svona gott stefnumót? Viltu ekki bara fá þér sálfræðing?

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál