Svona áttu að gæla við brjóst

Ef brjóst eru snert rétt er hægt að bæta kynlífið …
Ef brjóst eru snert rétt er hægt að bæta kynlífið til muna. mbl.is/Thinkstockphotos

Brjóst eru stór hluti af kynlífi margra og ekki af ástæðulausu enda eru margir taugaendar í geirvörtunum. Það er þó ekki bara nóg að halda utan um brjóstin og gera ekki neitt annað. Hér eru nokkur góð ráð þegar kemur að brjóstum og kynlífi. 

Áður en lagt er af stað í ferðalag um fjalllendi brjósta er gott að hafa nokkur atriði í huga að því fram kemur á vef Men's Health. Það er til dæmis vert er að hafa í huga að brjóst eru ekki boltar, þau eru viðkvæm. Einnig er gott að muna að öll erum við ólík og það sem einhverjum finnst gott finnst öðrum ekki jafngott. 

Talið saman

Það er ekki flókið að spyrja maka hvað honum finnst gott. Gott kynlíf verður enn betra þegar fólk getur talað saman. Sumum konum finnst gott að láta koma við brjóst sín og geirvörtur á meðan öðrum finnst það ekki. 

Dónatal

Konur sem er óánægðar með stærð brjósta sinna eru líklegri til að fela brjóst sín í kynlífi. Það getur því hjálpað að hrósa brjóstum maka með smá dónatali í forleiknum. 

Ekki ráðast beint á geirvörturnar

Ekki vaða beint í geirvörturnar. Það er ágætt að byrja með að strjúka hliðarnar á brjóstunum. Kyssa síðan háls, eyrnasnepla og viðbein. Þessi aðferð byggir upp spennu. 

Ekki bíta!
Ekki bíta! mbl.is/Colourbox

Legðu áherslu á vörtubauginn

Þegar þér finnst bólfélagi þinn vera tilbúinn er sniðugt að einbeita sér að dökka svæðinu í kringum geirvörtuna sem kallast vörtubaugur. Þetta er sérstaklega næmt svæði og ef það mætti líkja svæðinu við klukku ætti að leggja sérstaka áherslu á svæðið frá klukkan tíu til klukkan tvö. Það er næmasta svæðið. 

Notaðu munninn

Ef makinn er virkilega að njóta þess að láta leika við brjóstin er sniðugt að leyfa tungunni að gæla við brjóstin líka. Prófaðu að sleikja og sjúga. 

Ekki gleyma þér

Þó athyglin sé á geirvörtunum má ekki gleyma brjóstunum. Það er hægt að koma við brjóstin með höndunum á meðan tungan leikur um geirvörturnar. 

Fólk er með tvær geirvörtur

Það er auðvelt að einbeita sér svo mikið að því að sjúga aðra geirvörtuna að geirvartan á hinu brjóstinu gleymist. Passaðu að veita báðum geirvörtunum jafn mikla ást, þú elskar þær jafn mikið. 

Ekki bíta

Þrátt fyrir að bólfélaginn sé orðinn æstur skal ekki bíta, nema slíkt hafi verið rætt. 

Það skiptir máli að byrja hægt og kyssa og strjúka.
Það skiptir máli að byrja hægt og kyssa og strjúka. mbl.is/Thinkstockphotos

Fáðu samþykki

Guð skapaði ekki brjóst til að koma við þau eins og blakbolta. Sumt fólk er þó fyrir aðeins grófara kynlíf en það skal vera alveg á hreinu hvað má. 

Brjóst eru mismunandi

Rannsókn hefur sýnt að stór brjóst eru ekki jafn viðkvæm og minni brjóst. Það gæti því verið að ef makinn er með stór brjóst að það þurfi að verja meiri tíma í að örva þau. Einnig þarf að taka tillit til þess ef manneskja er ólétt eða með barn á brjósti. 

Unaðstæki

Það eru til unaðstæki sem eru meðal annars hönnuð til þess að auka örvun geirvarta. Einnig er hægt að nota titrara til að örva geirvörtur. 

Tvöföld örvun

Það er tilvalið að örva snípinn á sama tíma og gælt er við brjóstin. 

Hitabreytingar

Hitabreytingar geta haft gríðarleg áhrif á næma staði eins og geirvörturnar. Það þarf ekki margar græjur, klakar eru til dæmis auðveld leið til að krydda kynlífið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál