Blautir draumar – hvað þýða þeir?

Ljósmynd/Unsplash/We-Vibe Toys

Draumar geta verið flóknir og margslungnir, ekki síst ef þeir eiga sér stað uppi í rúmi með einhverjum óvæntum. Samkvæmt Rubin Naiman, lektor í læknisfræði við háskólann í Arizona, hefur sérhver draumur persónulega og ómeðvitaða merkingu sem endurspeglar þína einstöku reynslu. 

Vinnufélagi

„Þú gætir verið leynilega skotin í manneskjunni sem þú eyðir meirihluta vikunnar með, en það er alveg eins líklegt að þú dáist bara að siðferði þeirra, hugmyndum eða lausn vandamála í vinnunni,“ segir Naiman í samtali við Women's Health

Yfirmaðurinn þinn

„Þú gætir laðast að krafti þeirra og vilt meira sjálfstraust inn í atvinnulíf þitt,“ útskýrir Naiman og bætir við að þetta gæti verið merki um að þú ættir að skrá þig á stjórnunarnámskeiðið sem þú hefur verið að pæla í. 

Fyrrverandi maki sem þú saknar

„Undirmeðvitundin gæti verið að hvetja þig til að hafa samband aftur ... eða þetta gæti verið enn ein tegundin af uppgjöri,“ segir Naiman og mælir með því að fólk bíði með að senda skilaboð á viðkomandi. 

„Draumurinn gæti líka snúist um eiginleika sem þú vilt sjá meira eða minna af í sjálfum þér. Þetta gæti verið leið fyrir þig til að finna þann hluta af þér, en ekki fyrrverandi, aftur.“

Menntaskólaástin þín

Þú hefur ekki séð menntaskólaástina í áratugi ... af hverju kemur hann allt í einu í draumi, og þá blautum draumi?

„Rétt eins og fyrrverandi maki úr háskóla gæti minnt þig á skemmtilegri tíma í lífi þínu þá gæti menntaskólaástin þín fengið þig til að hugsa um einfaldara og saklausara tímabil í lífi þínu. Mundu að draumar snúast oftar um þig en þann sem þig dreymir,“ segir Naiman.

Frægur einstaklingur

„Hver eru tengslin sem þú átt við manneskjuna í draumnum þínum? Með því að hugsa um hvað manneskjan táknar fyrir þig þá verður auðveldara að greina drauminn,“ segir Naiman.

„Lýstu eiginleikum manneskjunnar og sjáðu hvort þeir endurspegli eitthvað sem þú vilt sjá meira eða minna af hjá sjálfum þér. Svo eru líka margir sem eru einfaldlega skotnir í frægum einstaklingum.“

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál